Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 34

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 34
hugsanlega getur blendingsþróttur átt ein- hvern þátt í þeim yfirburðum, sem þessir hrútar sýna sem ærfeður. Dæturnar eru þó aðeins að xk íslenskar og verður blendings- þrótturinn þá verulega minni en við hálf- blendingsrækt. Allt bendir því til, að þessi blöndun við íslenskt blóð hafi orðið til að bæta stofninn, en þess má geta, að þetta er það fjárkyn, sem er frjósamast allra norskra fjárkynja. Það, sem hlýtur að vekja athygli, eru hinir stóru ærhópar undan þessum hrútum, en þeir eru aðeins þriggja vetra gamlir. Meginhluti ánna er að sjálfsögðu vetur- gamlar ær. Þetta er aðeins áminning um það að nota verður hrútana mikið, ef stunda skal kynbætur, þannig að hægt sé að dæma um kosti þeirra, meðan þeir enn eru ungir. Kostir góðra gripa nýtast því aðeins, að þeir séu mikiðð notaðir til und- aneldis. Hvernig á að bða á íslandi?... Framh. af bls. 1. jarðvarma. Slíkur iðnaður virðist, hvernig sem á málin er litið, fullkomlega standast samanburð við þann orku- freka iðnað eða svonefnda stóriðju, sem hér er þegar komin, er í undirbúningi eða menn mæna á sem fram- tíðarbjargráð. En samfara ræktuninni á búskapur okkar auðvitað líka að byggjast á nýtingu alls þess, sem landið getur gefið. Landið hefur margvísleg hlunnindi. Beit á útjörð og afrétti er ein þeirra. Hana þarf að nýta rétt eins og öll hin. Það væri rangt að nýta hana í engu, eins og það er háskasamlegt að ofnýta hana og níða landið. Eitt það brýnasta í rannsóknum okkar er að finna þarna hinn gullna meðalveg. En það mun væntanlega koma í Ijós, að saman fara hagkvæmasta búskaparaðferðin og góð meðferð á landinu. • Niðurstaðan af þessum stuttu hugleiðingum er því sú, að allt fari saman: búskaparlag, sem gefi bændum í heild mest í aðra hönd, þegar til lengdar lætur, leggur þjóðarbúinu mest af mörkum, þegar allt er reiknað, og er eðlilegasta hlutverk okkar, þegar litið er á matvæla- þarfir mannkynsins alls og möguleika á, að það geti allt lifað laust við skort og hungur. Það hefur verið reiknað út, að með því að fullrækta allt það land, sem liggur neðan 200 metra, og vel ræktanlegt er talið, mætti framfleyta á því sem svarar 1 milljón kúgilda eða tíföldum þeim bústofni, sem við nú höfum. Þessi bústofn gæfi afurðir, sem nægðu tveggja milljóna þjóð. Þessir útreikningar voru af varfærni gerið. En hver sem nákvæmni þeirra er, sýna þeir, að hér er sannarlega af miklu að taka. 24 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.