Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 27
komu hér 1930. Svo eykst síldarmjölsgjöfin
og þá breytist þetta. Þá kemur meiri frjó-
semi í ærnar og meiri afurðir með því.
— Gátu menn beitt mikið Inérna?
— Já, það var alltaf mikið beitt, hvort
sem menn gátu eða ekki. Það var auðvitað
mjög misjafnt eftir bæjum. Sums staðar
lagðist svo mikið undir svell. Annars stofn-
uðum við fóðurbirgðafélag hérna 1941 og
ég lenti í því að vera forðagæslumaður í
16 ár, og þetta var svona, að þá var fóður-
eyðslan svo lítil, að það fór niður í 30 fóð-
ureiningar, sem ærin eyddi. Það var auð-
vitað alveg geysilega lítið.
— Hver var þá meðalvigtin hjá mönnum
á þessum tíma?
— Það var nú auðvitað misjafnt, en það
var voða mikið um það, að hún væri um
ellefu eða kannski stundum upp í tólf og
hálft kíló og svo fór hún kannski á ein-
staka stað og á einstaka ári niður í tíu
kíló. Og þá hygg ég, að það hafi verið um
það bil lamb með á og ekki meira, þetta
var svona fyrir 1930. En auðvitað var þetta
misjafnt eftir bæjum og árferði. En upp
úr 1930 fer þetta að lagast, fóðrunin að
batna og ræktunaráhuginn almennt að
aukast. Svo er það þannig, að þegar fjár-
pestirnar komu, þessi ógurlegi bölvaldur,
sem gekk yfir flestar sveitir, þá erum við
lausir við þær, en það leiddi aftur af sér,
að við fáum ekki flutta hér inn kind í
átján ár — og þá ræktast þetta upp hér,
sem sérstakur stofn — verður skylt en
nokkuð gott. En um 1960 er þetta farið að
falla — orðið of skylt — það verður erfið-
ara að fá hrúta. Þó held ég það hafi nú
ekki komið niður á afurðum. En svo voru
fengin karilömb frá Reyðará 1962 af þing-
eyskum stofni og þá urðu að því kynbætur.
Þó hygg ég, að ekki hafi munað miklu með
fallþungann fyrr en ræktunin kom til sög-
unnar og farið var að beita haustlömbum
á ræktað land. Taka þau af úthaganum um
mánaðarmótin ágúst—september. Hann er
þá uppétinn. Þá þurfa lömbin að koma inn
og vera að minnsta kosti mánuð á ræktuðu
landi — það er alveg það minnsta. Það
breytir litlu að taka lömbin, jafnvel þó að
það sé á gott land, í hálfan mánuð. Þau
eru fyrri vikuna að aðlaga sig og gera
ekkert meira næstu viku en ná þessu upp.
Þetta er nú svona að mínum dómi, en ég
er nú ekki viss um, að menn séu sammála
um það.
„Kannski er rétt aS orSa þannig, að þaS sé stjórnar-
kreppa í sauSfjárræktarfélaginu núna.“
Nú, hvað viðkemur kynbótum, þá eru
menn kannski ekki sammála mér, hvað
þetta fé frá Reyðará gerði — því var nátt-
úrlega dreift út um alla bæi, og að mínum
dómi of mikið sett inn í okkar stofn, sem
við vorum búnir að rækta í tuttugu ár.
Þessi stofn var sem sagt bundinn við Mýr-
arnar og tiltölulega afmarkaður. Áhrifin af
þessari blöndun urðu ekki svo mikil í ein-
blendingsræktuninni. Lömbin urðu ekki
svo mikið vænni. En ærnar, þær urðu aftur
miklu, miklu vænni en ekki eins mjólkur-
lagnar.
F R E Y R
17