Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 40

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 40
/ en til írans, þar sem íbúar eru 33 millj., skiptir innflutningurinn hundruðum þús- unda tonna. Mest er flutt inn af ófrystu kjöti og fé á fæti, en á seinni árum hefur innflutningur á frystu kjöti aukist. Þarna er nægilegur markaður fyrir kinda- kjöt, en verðið, sem þeir greiða fyrir kjötið, er það lágt, að útflutningur þangað frá ís- landi er vonlaus. í ár hefur meðalverð á fersku kjöti, komið á losu.narhöfn, verið rétt rúmar 200 kr. hvert kg. Ennfremur hafa verið kannaðir sölumöguleikar á íslensku dilkakjöti víðar, en niðurstaðan hefur verið á einn veg. Við getum ekki fengið viðunandi verð vegna mikils framboðs á ódýru kjöti frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Jafnframt, sem kannaðir voru sölumögu- leikar á kjöti í Iran og Kuwait, var athugað, hvort þar væri markaður fyrir aðrar land- búnaðarafurðir og fisk. Niðurstaðan varð sú, að helst kæmi til greina að selja ullar- teppi. KJÖTNEYSLA. Hér hafa litlar eða engar beinar neyslu- rannsóknir farið fram um langan tíma. Af hagtölum má ráða, hver neyslan er á ein- stökum matvælategundum, svo sem flest- um tegundum landbúnaðarvara en alls ekki öllum. Áætlað er, að 70—75% af því kjöti, sem við neytum, sé kindakjöt en 15—20% nautakjöt eða um 10 kg á mann á ári, en um 5% hrossakjöt, en neysla þess hefur farið minnkandi og er komin niður í um 2Vz kg á mann á ári. Þá er áætlað, að við neytum ívið meira af svína- og alifuglakjöti en hrossakjöti eða sem nemur 7% af heild- arkjötneyslunni. Kindakjötsneyslan hefur verið sem hér segir á hverju fimm ára tímabili síðan 1960: Kg á íbúa 1960—64 50,0 1965—69 43,2 1970—73 43,6 ÚTFLUTNINGUR LANDBÚNAÐARVARA. Svo mikið sem nú er geipað um offram- leiðslu á landbúnaðarvörum og það, að við séum að framleiða fyrir erlendan markað okkur til tjóns, er ekki úr vegi að greina frá því, hver útflutningur okkar af sauðfjár- og nautgripaafurðum er. Eftirfarandi tölur sýna, hve stór hundr- aðshluti þessara afurða, REIKNAÐ EFTIR VERÐMÆTI (innlendu heildsöluverði hvers árs), hefur farið á erlendan markað undan- farin ellefu ár: Sauðfjárafurðir NautgripaafurSir FramleiSsluár % 1973-74=100 % 1973-74=100 1963—64 39 182 14 124 1964—65 30 138 12 111 1965—66 27 124 12 106 1966—67 25 115 9 80 1967—68 29 135 6 58 1968—69 34 159 3 31 1969—70 46 215 6 54 1970—71 25 114 12 108 1971—72 18 84 13 114 1972—73 26 119 9 75 1973—74 22 100 11 100 Meðaltal: 29,2% 9,7% Aftari talnadálkurinn er aðeins til glöggv- unar og sýnir kannski betur, hvernig fram- leiðslan hefur sveiflast frá ári til árs. Athyglisvert er að minnast þess, að á árunum eftir 1960 var því spáð, að „of- framleiðsla“ mundi fara ört vaxandi, ef ekki yrði dregið úr ræktun eða annað gert til að koma í veg fyrir framleiðsluauka. í tölunum yfir sauðfjárafurðir eru IÐN- AÐARHRÁEFNIN ull og gærur reiknaðar eins og þessar vörur eru verðlagðar til bænda, en vaxandi hluti þeirra er fluttur út sem unnar vörur. Þannig eru þær í öllum opinberum hagtölum taldar með útfluttum iðnaðarvörum. 30 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.