Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 29

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 29
Bær Elíasar. Á baðstofuburstinni gnæfir sjónvarpsloftnetið. — ÞaS sagSi hann undra suma aSkomu- menn. — En Elías fylgist vel meS öllu, sem í kringum hann gerist. við viljum, bara ef við erum tilbúnir að auka ræktunina fyrir það. Það er það, sem þarf. Þannig að mér finnst, að þessir, sem eru að prédika það, að við þurfum að fækka fénu, viti nú ósköp lítið, hvað þeir eru að segja. En við þurfum að gá að því, að það er allt annað að vera með sína hjörð, dálítið hjarðvanda, heima í sínum högum, heldur en að vera að koma þessu út um allar jarðir, upp í fjöll og alls konar óvissu, eitthvað út í buskann — það finnst mér nú. Og ég var nú að segja það við þá vini mína hérna austur í Nesjunum, hann Egil og þá, þegar ég var hjá honum um daginn, hvort þeir hefðu reiknað það út, hvað það kostaði þá allur tíminn, sem þeir eyða í að ná fénu úr afréttinni og halda því saman allt haustið? Þeirra fé fer nefni- lega inn í Lón og Lónsöræfin, og þeir eru kannski að sækja það síðasta núna. Og ég er viss um, ef reikningarnir yfir þessa vinnu og allir bensín- og olíureikningarnir fyrir að flytja þetta fram og til baka haust og vor, lægju á borðinu, þá mundu þeir sjá, að það mætti rækta nokkuð mikið fyrir þær upphæðir. — En heldur þú, að það sé ekki eitthvað til í því, sem margir hafa álitið, að sauð- skepnunni sé það andleg nauðsyn að kom- ast upp um fjöll og firnindi? — Andleg nauðsyn? Þetta er nú svolítið furðulegt, ég hef ekki heyrt þetta. Ja, þá er sauðskepnan bara lík að lyndiseinkunn og mannskepnan. Jú, það er sjálfsagt þannig, að þegar hún er vön að fara upp um fjöll og firnindi, verður hún óánægð, ef hún fær ekki frelsi til þess. Þá getur hún alveg örugglega fengið óyndi. En hin, sem aldrei hefur komið þangað, ég held, að henni líði bara ljómandi vel heima. Annars er þetta kannski svipað með mann- skepnuna. Nú getur enginn lifað öðru vísi en að fara til sólarlanda, en áður leið mönn- um vel, þó að enginn hefði komið til Mall- orca. En það er nú ágætt, að menn fari upp um fjöll og heiðar og hafi af því á- nægju, þó að í erindisleysu sé. Og ég skil það reyndar vel, þegar menn þekkja svo- lítið inn á náttúruna, kunna að skoða gróð- urinn og fuglana og allar breytingarnar í náttúrunni sjálfri. Það eru ekki allir eins og strákurinn, sem var austan af fjörðum og fór hérna upp á fjall í rúningssmala- mennsku, og hann var spurður að því, þeg- ar hann kom aftur, hvað hann hefði séð á fjallinu. Og strákur segir: „Ég sá einn fugl og eina lóu.“ En það er nú svona um margt — það er svo misjafnt, hverju fólkið er vant. Annars er það með mínar ær, þó að þær fái að fara það, sem þær vilja, þá eru þær bara orðnar svo heimakærar, að þær koma aftur, þó að þær skreppi upp í fjöllin. Þær eru jafnvel orðnar ansi gjarnar á að vera heima á hlaði hjá hreppstjóranum, nágranna mínum. Og þó að hann amist F R E Y R 19

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.