Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 30

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 30
ekki við því, þá leiðist mér það. Menn, sem koma að, gætu haldið, að hann ætti svona ljótar ær. En það var nú ekki það, sem ég ætlaði að segja, heldur hitt, að ég gerði hérna dálitla girðingu og hafði þar í sumar átján ær. Það voru fimmtíu og sex kindur. Nú, þegar ég tek lömbin frá þeim og læt þau á betri beit, þar sem ærnar ekki sáu til þeirra, og ætlaði svo nokkrum dögum seinna að sleppa þeim í úthagann, þá veit ég ekki fyrst, hvað af þeim varð, en sé svo nokkrum dögum seinna, að þær eru allar lagstar við girðinguna, þar sem þær voru í sumar, þangað vildu þær kom- ast. „Nú taka yngri menn vi3 störfunum — og bæta það allt frá því, sem var.“ — Þú ert nú með hugann allan við sauð- fjárræktina, þó að þú teljir, að stjórnar- kreppa sé í félaginu ykkar. Heldurðu ekki, að hún leysist? — Jú, jú, hún gerir það, en ég er búinn að vera í því starfi, ég er orðinn svo gamall, og það eru komnir yngri menn, sem taka við þessu og bæta það allt frá því, sem var. — En þið hafið haft mörg önnur merki- leg félög hérna í héraðinu og þú hefur tekið þátt í þeim? — Já, maður hefur gert það. Það eru mörg félögin — búnaðarfélag, ungmenna- félag, skógræktarfélag og svo menningar- félagið. Menningarfélagið var mjög merki- legt og ungmennafélögin líka. Það kom ýmsu góðu til leiðar og hér hafa starfað ýmsir ágætir félagsmálamenn og menn, sem hafa stuðlað að framförum, eins og t. d. Steinþór á Hala og margir fleiri, sem ég ætla ekki að fara að telja. — Hvað heldur þú, að orðið hafi til mestra framfara í héraðinu á þessum ára- tugum, sem þú manst? — Samgöngurnar — og það að beisla vötnin — og svo ræktunin — en þetta hékk allt meira og minna saman. Sam- göngurnar og ræktunin hafa valdið hér byltingu. Menn gera sér það, held ég, alls ekki Ijóst, hvað þetta var mikið átak, t.d. með ræktunina — það að fara út í svartan sandinn. Það þurfti verulegt áræði til þess. Svo er það ekki minnst ánægjulegt fyrir það, að þetta hefur verið gert í samvinnu, og hún hefur reynst mönnum vel. Með því gátu líka allir verið með og enginn þurfti að sitja eftir með framkvæmdirnar. En það, sem ég er ekki ánægður með, er, að okkur vantar nógu góða tækni til að koma búfjáráburðinum út á félagsræktunina á sandinum. Við þurfum að fá þannig meira af lífrænum efnum í sandinn og eðlilega hringrás þeirra við ræktunina og búskap- inn. Ég er viss um, að með tímanum grær hér mikið meira upp og við höfum stór- kostlega möguleika í þessu héraði. 20 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.