Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 17

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 17
Ör á Akureyri. Knapi: Ingólfur Ármannsson. graðir, eineistingar og annað slíkt, slæg- ir eða geðillir, svo eitthvað sé tilnefnt af óhafandi göllum, skulu vanaðir. Hinum, sem eru heilbrigðir og álitlegir, skal koma til undaneldis, ef kostur er. Heima- sveit er æskilegur notkunarstaður fyrir hvern fola, ef kostur er og óskir koma fram um það. Þá ber að greiða fyrir stofnræktarfélögum og búum, sem þarfn- ast fola af vissum ættum o.s.frv. Á marg- an hátt er álitlegt að ná tömdum hryss- um undir þessa fola, enda ber að stefna að því, að eingöngu séu notaðar tamdar reiðhryssur til undaneldis. Leiða skal ekki færri en 12 hryssur, ef mögulega fást, undir hvern fola, svo að sem trygg- ast sé, að eigi verði afkvæmin færri en 8, er þau komast á tamningaaldur. Sam- komulag þarf að nást við hryssueigendur um það, að þeir setji folöldin á vetur og eigi þau eða selji þau til lífs með því skilyrði, að hægt verði að fá þau í af- kvæmarannsókn, er þau fara á 4. eða 5. vetur, eftir því sem aðstæður leyfa. Höf- uðnauðsyn er, að þetta takist, svo hægt verði með þessu móti að ákveða framtíð hvers fola sem kynbótahests. Gildi og gagnsemi stóðhestastöðvarinnar byggist mjög á þessu atriði og því ber að leggja þunga áherslu á, að þessi hlekkur keðj- unnar bresti ekki. 3. Þegar folarnir eru 3 og 4 vetra, má leigja þá til undaneldis, í það minnsta þá álit- legustu, en að öðrum kosti geyma þá, þar til afkvæmadómur hefur fallið, sem mundi skera úr um framtíð þeirra. 4. Stóðhestarnir séu tamdir 4 og 5 vetra, og þegar þeir eru 5 vetra, sé tímabilinu lokið. Þá fái þeir einstaklingsdóm fyrir byggingu og reiðhestskosti. Eigendur fái sína hesta, en stöðvarfolarnir verði ýmist seldir eða leigðir til undaneldis. 5. Á þeim fimm árum, sem folarnir eru á stöðinni, má gera margvíslegar athugan- ir og tilraunir um fóðrun, aðbúnað í húsi og högum, landþörf, tamningar o.fl., sem gagnlegt væri. Haustið 1973 fól stjórn stóðhestastöðv- arinnar mér að hefja kaup á stóðhestaefn- um. Það er erfitt og vandasamt verk. Æski- legast er að ná vænum (stórum) og vel sköpuðum folöldum. Að velja eftir ætt tel ég þó, að eigi að vera megin markmið og báðir foreldrar séu sem best ættaðir. F R E Y R 7

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.