Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 33
JÓN VIÐAR JÓNMUNDSSON:
íslenskt sauðfé reynist
vel í Noregi
Eins og Sveinn Hallgrímsson ráðunautur
gerði grein fyrir hér í blaðinu á sínum
tíma, þá var veturinn 1971—’72 flutt sæði
úr nokkrum hrútum á sæðingastöðvunum
á Hesti og í Laugardælum til Noregs. Sæð-
ið var notað í valdar ær af gamla landkyn-
inu (spælsau). Þau hrútlömb, sem þarna
fæddust, voru alin og tekin í afkvæmarann-
sókn í „hrútahringjunum“.* Eins og Sveinn
skýrði frá í áðurnefndri grein, þá reyndust
þessir hrútar frábærlega vel til undaneldis.
Þeir bættu nær alla eiginleika, sem metnir
voru, en gáfu þó fyrst og fremst áberandi
væn lömb. Næsta ár voru sæðisflutningar
endurteknir og fengust þá einnig hrútar,
sem reyndust mjög vel til undaneldis.
Hrútarnir, sem fæddir eru árið 1972, hafa
nú sumir fengið afkvæmadóm sem ærfeð-
ur. Þær niðurstöður eru ákaflega góðar og
eru einkunnir hrútanna samkvæmt eftir-
farandi töflu:
Hrútur nr. Faðir Dætur Einkunn
72001 Svanur 64851 109 204
72003 Laxi 67828 54 226
72004 Svanur 64851 35 217
72008 Dalur 68834 117 244
72010 Bátur 68830 84 224
72011 Bátur 68830 31 224
72013 Bátur 68830 21 229
72017 Snær 68835 39 277
* Dreifðar afkvæmarannsóknir.
Þeir eiginleikar, sem teknir eru með í
einkunninni, eru frjósemi dætranna, þungi
lambanna um vorið, áður en ærnar eru
sendar til fjalls, en það er notað sem mæli-
kvarði á mjólkurlagni þeirra og að síðustu
ullarþungi.
Meðaleinkunnin er 200 og hafa því allir
hrútarnir hlotið góðan dóm. Einn þeirra
(72008) fékk langhæstu einkunn allra
hrúta af þessum stofni (spælsau) í Noregi
sem ærfaðir, en sá sem næst kom, fékk
einkunnina 230, þannig að þessir íslensku
blendingshrútar eru á toppnum.
Sé litið á einstaka eiginleika, þá eykur
blöndunin við íslensku hrútana ekki ullar-
magn, en dætur allra þeirra nema eins eru
meira en í meðallagi frjósamar, og allir
eiga þær dætur, sem gefa vænni lömb en
samanburðarær. Það ber að athuga, að
Hrútasýning.
F R E Y R
23