Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 22

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 22
Val eftir alhvítum litog afurða- semi áa Dr. Stefán Aðalsteinsson í skýrslu frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, sem er í prentun á ensku í franska tímaritinu „Annales de Géné- tique et Selection Animale“, er greint frá rannsóknum á áhrifum gærueiginleika hrúta og ánna á frjósemi hjá 1280 ám við eins, tveggja og þriggja vetra aldur, svo og á einkunnir 1023 áa eftir fallþunga lamba, tveggja og þriggja vetra. Rannsóknin náði til áa undan 141 hrút alls. Gæruflokkarnir voru: A: alhvít ull með jöfnu, vel liðuðu og gljáandi togi. B: alhvít ull með lakari toggerð eða ullarfar en A. C: hvít uli með gulan lit á skæklum, og D: hvít með gular illhærur í gærunni. Gimbrar undan hrútum í gæruflokkum A og B voru þyngri lambshaustið en gimbrar undan hrútum í öðrum gæruflokkum. Nam sá munur 0.74 kg. Veldur hér líklega, að alhvítir hrútar hafa verið meira valdir eftir þunga heldur en gulir hrútar, en einnig gæti þessi munur stafað af því, að hvort tveggja hafi samtímis batnað með árunum, þungi á fæti og gæruflokkur. Gimbrar, sem sjálfar dæmdust í gæruflokk A og B, voru léttari lambshaustið heldur en gimbrar í öðrum gæruflokkum. Nam sá munur 1.14 kg. Má rekja þennan mun til þess, að minna var valið eftir þunga á fæti meðal alhvítra gimbra heldur en gulra gimbra, vegna þess að verið var að fjölga alhvítu fé en fækka gulu í stofninum. Enginn munur fannst á afurðasemi ánna eftir gæru- flokkum hrútanna, sem þær voru undan. Ær í gæruflokkum A og B fengu lægri einkunn fyrir fallþunga lamba heldur en ær í gæruflokkum C og D. Nam sá munur 0.31 stigi hjá tvævetlum og 0.24 stigum hjá þrevetlum. Má sennilega rekja þennan mun til lak- ara úrvals eftir afurðasemi hjá mæðrum alhvítra dætra heldur en hjá mæðrum gulra dætra, enda hefur alhvítum ám fjölgað verulega á því tímabili, sem rannsóknin náði til, en hún náði til áa á Hvanneyri, Reykhólum, Hólum og Skriðuklaustri, sem fæddar voru á árunum 1965— 1971. Ályktanir af þeirri rannsókn, sem hér er lýst, eru ein- faldar. Alhvítu hrútarnir gáfu jafngóðar dætur og gulu hrút- arnir, að því er afurðasemi snerti. Þess vegna virðist óhætt að fullyrða, að erfðavísum fyrir alhvítum iit fylgi yfirleitt sama afurðasemi og sú, sem fylgir gula litnum. Alhvítu ærnar reyndust nokkuð lakari sjálfar heldur en gular jafnöldrur þeirra. Ástæðan fyrir þessu er sennilega sú, að gulu ærnar voru að meðaltali undan betri ám heldur en alhvítu ærnar. 12 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.