Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 35
Frá GUÐMUNDUR SIGURÐSSON, Hvanneyri:
tilrauna- Hlutdeild blafia
starfseminni og stöngla I fóðurrepju
Undanfarin ár hafa verið gerðar allmargar
tilraunir á Hvanneyri með fóðurrepju.
Niðurstöður þessara tilrauna sýna, að fóð-
urgildi blaða repjunnar er hærra en fóður-
gildi stönglanna. Prótein í blöðum er um
20% en stönglum um 13%. í norskum til-
raunum hefur komið fram við meltanleika-
rannsóknir, að meltanleiki í stönglum er
um 10—15% lægri en í blöðum.
Því er mikilvægt að velja repjustofna,
sem safa hátt blaðhlutfall. Auk þess, sem
þetta er breytilegt eftir stofnum, ræður
fjöldi sprettudaga og sáðmagn nokkru um
hlutfallið milli blaða og stöngla. Blaðmagn
fóðurrepjunnar hefur jafnan náð hámarki
eftir 75—85 sprettudaga, mismunandi eftir
árum, en stönglarnir halda áfram að vaxa'
út vaxtartímabilið. Þannig eykst hlutdeild
stöngla eftir því, sem líður á vaxtartíma-
bilið og jurtin þroskast.
Því meira sem sáðmagnið er, því minna
rúm verður fyrir hverja plöntu, og þær
verða því renglulegar, blaðlitlar og gulna
fyrr í rót. Eins er hætta á því, að lömb
nýti repjuna verr, sé of þétt sáð. Venjulega
er ráðlagt að sá um 7—8 kg af repjufræi á
hektara.
Síðastliðin tvö sumur voru gerðar til-
raunir á Hvanneyri með mismunandi sáð-
magn og sáðtíma á repju (Silona).
Þá var hlutdeild blaða og stöngla mæld.
Á mynd 1 má sjá niðurstöður eftir fyrra
árið, 1974.
Mynd 1.
Uppskera af blöðum
og stönglum af silona
fóðurrepju við mis-
munandi sáðmagn og
sáðtíma.
Stofn uppruni Blöð Stöng
Kentan Frakkland
Silona Svíþ /XmX///
Eora Svíþjóð
Sharpes England
Canard England
Arvor Frakkland
Emerald England
Hursts Gr.H. England
Lonton Frakkland
40 '20 Ö 1°
F R E Y R
25