Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 37

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 37
'1 GUNNAR BJARNASON: Frá fóðureftirliti ríkisins Fóðureftirlit ríkisins (F.R.) starfar við Rannsóknastofnun landbúnaðarins samkv. sérstökum lögum frá 1968. Reglugerð var fyrst sett um framkvæmd laganna árið 1974. (Stj.tíð. B, nr. 187/1974). Nokkrar mikilvægar nýjungar komast í framkvæmd með þessari reglugerð. í fyrsta lagi er sér- stakt fóðurmatskerfi lögbundið. Akveðið hefur verið að meta fóður á íslandi í s. k. fitufóðureiningum (F.fe.). I öðru lagi eru sett ákvæði um stöðlun á seldum fóður- blöndum, og í þriðja lagi er framleiðsla grænfóðurmjölsverksmiðjanna sett undir fóðureftirlit og framleiðslan stöðluð. Mesta starf Fóðureftirlitsins sl. 2 ár hef- ur verið í því fólgið að semja þessa reglu- gerð og koma henni í framkvæmd, en efna- rannsóknir hafa fyrst og fremst beinst að grænmjölsframleiðslunni, þó fremur sem Graskögglar frá Ólafsdal. rannsókn á fóðurgildi hennar og notagildi en sem framleiðslueftirlit. Slíkt fram- leiðslueftirlit. Slíkt framleiðslueftirlit var þó gert á sl. sumri. Tafla 1. Yfirlit um sumarframleiðslu grænfóðurmjölsverksmiðjanna: Fóðuriðjan Dalas. Flatey, Hornaíirði Gunnarsholt, Rang. Stórólfs- vallarbú, Rang. Brautarholt, Kjal. Meðaltal allra Þurrefni, % 91,2 92,4 89,6 91,3 92,2 91,3 Meltanleiki, °/0 72 72 75 71 70 72 Fóðurgildi (miðað við 90% þurre).. fóðureiningar í 100 kg 66,7 66,7 71,4 66,7 66,7 67,6 Kg í F.fe 1,5 1,5 1,4 1,5 1,5 1,48 Meltanl. prótein g/F.fe 166 93 170 130 202 152 Kalsíum (g Ca/kg) 3,1 3.5 3,3 3,2 3,8 3,3 Fosfór (g P/kg) 2,7 2,2 2,2 2,6 3,5 2,6 Natríum (g Na/kg) 1,6 1,0 2,7 2,2 3,2 2,1 Magníum (g Mg/kg) 1,9 1,0 1,7 1,6 2,4 1,7 F R E Y R 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.