Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 38
Heildarf r amleiðslumagn verksmiðj anna
allra sumarið 1975 er 5600—5800 tonn, en
auk þess var talsvert fóður hraðþurrkað í
færanlegum þurrkurum á vegum bænda.
Framleiðslueftirlitið var þannig fram-
kvæmt, að tekin voru 6 eftirlitssýni úr 6
sekkjum völdum af handahófi í birgða-
skemmum verksmiðjanna. Númer þessara
sekkja sögðu til um, hvaða dag mjölið í
sekkjunum var framleitt. Framleiðslusýn-
um var safnað allt sumarið þannig, að allan
daginn eru teknar handfyllur úr fram-
leiðslunni og settar í plastpoka, sem að
framleiðsludegi liðnum er lokað og hann
sendur til Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins á Keldnaholti. Innihaldi þessara
sekkja er vel blandað saman og tekin úr
þeim sýni til rannsókna á efnasamsetningu
og næringargildi.
Þar sem hver sekkur er merktur með
númeri og Fóðureftirlitið fær fylgiseðil
með hverri sendingu, þar sem skráð er
númeraröð sekkjanna í hverri dagsfram-
leiðslu, þá er auðvelt að bera meðaltals-
fóðurgildi dagsframleiðslunnar saman við
fóðurgildi eftirlitssýnanna, sem þó eru að-
eins tekin úr einum sekk. Ef samræmi er
gott milli framleiðslusýna, sem að jafnaði
eru tekin úr 100—300 sekkjum, og þessara
eftirlitssýna, sem tekin eru aðeins úr einum
sekk, þá sannar það, að framleiðslusýnin
eru tekin heiðarlega og sýna raunverulegt
fóðurgildi framleiðslunnar. Á næstu töflu
(Tafla 2) sést, hvernig þessu samræmi er
varið hjá einstökum verksmiðjum:
Þessi rannsókn sýnir í heild mjög gott
samræmi milli framleiðslusýna og eftirlits-
sýna, og á það að gefa mönnum traust á
framleiðslunni, og gildir það jafnt fyrir all-
ar verksmiðjurnar.
Verksmiðjan 1 Flatey tók seint til starfa
á sumrinu, og voru engin sérstök eftirlits-
sýni tekin á þessu fyrsta starfsári, en fram-
leiðslusýni voru tekin daglega, og sést nið-
urstaðan af rannsóknum þeirra í töflu I.
Tafla 2.
Kg fóður í F.fe. (90% þurre.) Meltanlegt prótein g/F.fe. Grömm í kg
0/ 10 Ca P Na
I. Fóðuriðjan í Dalasýslu
a. Framleiðslusýni, meðalt 90,1 1,4 140 3,2 2,7 1,3
b. Eftirlitssýni 90,6 1,4 143 3,0 2,8 1,0
Staðall GRASMJÖL I, meðalt 90,0 1,35 122 2,5 2,0 1,0
II. Fóður oe fræ, Gunnarsholti
a. Framleiðslusýni, meðalt 89,2 1,4 158 3,3 2,6 1,3
b. Eftirlitssýni 89,7 1,4 160 3,3 2,5 1,1
m. Stórólfsvallarbúið, Rang.
a. Framleiðslusýni, meðalt 90,6 1,4 135 3,7 2,4 1,3
b. Eftirlitssýni 90,3 1,5 142 3,3 2,4 1,2
IV. Brautarholtsbúið, Kjal.
a. Framleiðslusýni, meðalt 94,1 1,6 185 3,1 3,2 3,3
b. Eftirlitssýni 92,6 1,6 183 3,3 3,5 3,5
V. Danskir lúzernukögglar Innflytjandi S.I.S.
4 eftirlitssýni 90,0 2,0 197 17,0 2,1 1,4
F R E Y R
28