Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 14

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 14
Kulur nr. 746, frá Eyrarbakka. Knapi Skúli Steinsson. Erindi Þorkeis Bjarnasonar um stofnun hrossaræktarbús á Suðurlandi. BúnaSarþing beinir því til hæstvirts landbúnaðar- ráðherra, að nú þegar verði hafinn undirbúningur að stofnun hrossaræktarbús á Suðurlandi skv. heim- ildarákvæði í 48. grein búfjárræktarlaga frá 1965. Greinargerð: í búfjárræktarlögum frá 1965 er í 48. grein heimiid um að reka megi á kostnað ríkissjóðs tvö hrossa- kynbótabú, annað á Norðurlandi, hitt á Suðurlandi. Á Hólum í Hjaltadal hefur um árabil starfað hrossa- kynbótabú, þar sem fram fer ræktun skagfirskra reiðhesta. Telja verður tímabært að hefja undirbún- ing að stofnun annars kynbótabús, sem eins mætti kalla kynbótastöð eftir þeim fjölþættu verkefnum, sem þar yrðu unnin og gætu verið á dálítið annan veg en ræktunarstarfið á Hólum, sem byggist á hrossaeign, uppeldi og tamningu. 1. Á hinni nýju kynbótastöð yrðu gerðar fóðurtil- raunir við uppeldi trippa, ásamt vaxtar- og þroska- mælingum. Fengjust þar væntanlega góðar heim- ildir til að byggja leiðbeiningastarf á, en hingað til hafa engar innlendar rannsóknir verið gerðar á þessu sviði. 2. Hrossastofn kynbótastöðvarinnar fyrir starfsemina og tilraunir þyrfti ekki að kaupa í neinum mæli. Hann fengist frá starfandi hrossaræktarsambönd- um, sem nú eru fimm í landinu. Þau keyptu sér hestfolöld og trippi, vel ættuð, sem væntanlega kynbótagripi, sendu þau á kynbótastöðina til upp- eldis og tamningar, en hefðu ávallt aðgang að þeim til undaneldis á hverju sumri. Skipuleg notkun ungra stóðhesta er mikilvæg fyrir ræktun- arstarfið, sem byggist á því að koma sem fyrst á fót afkvæmarannsókn á þeim, og starf kynbóta- stöðvarinnar mundi stuðla mjög að aukinni fram- för á því sviði. 3. Unga stóðhesta, sem hrossaræktarsamböndin vildu geyma, meðan verið væri að bíða eftir dómi á gildi þeirra til kynbóta, væri hægt að lána til bænda, sem fengju þá oft til afnota betur ættaða og sterkari kynbótahesta, en þeir sjálfir hefðu, sumir hverjir a.m.k. Á þennan hátt, svo og með reyndum, úrvals kynbótahestum mætti á nokkurn hátt bæta þann skaða, sem orðið hefur hrossa- ræktinni, þegar ekki reyndist kleift kostnaðar vegna að koma á fót tæknifrjóvgun og djúpfryst- ingu sæðis úr hestum. 4. Þá væri hugsanlegt, að á kynbótastöðinni væru hafðir þeir stóðhestar hrossaræktarsambandanna, 4 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.