Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 41

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 41
HVAÐ UM VERÐLAGIÐ Á ÚTFLUTTU VÖRUNUM? Verðlag þessara búvara hefur verið mis- munandi eftir mörkuðum og eftir því, hvernig gengi krónunnar er skráð hverju sinni. Þannig hefur náðst mishátt hiutfall af skráðu heildsöluverði. Ull og gærur hafa yfirleitt verið skráðar á sama verði í verð- lagsgrundvelli eins og fengist hefði fyrir þær á erlendum markaði hverju sinni. Dilkakjötið hefur selst á V3—2h af skráðu heildsöluverði, en nær fullt heildsöluverð hefur þó náðst í einstökum löndum. Þegar á heildina er litið, mun láta nærri, að útfluttar sauðfjárafurðir (kjöt, innmatur, ull og gærur) hafi skilað %—% af skráðu heildsöluverði innanlands. Þá er þó ekki tekið tillit til þess hags, sem af því hefur verið að vinna hér innanlands úr ullinni og gærunum. Það hefur þó verið mörgum góð- ur atvinnugjafi. Og bændur geta spurt: Ætti ekki iðnaðurinn að vera fær um að greiða okkur betra verð fyrir þetta hráefni? MJÓLKURVÖRURNAR. Yfirleitt hefur fengist lakara verð fyrir mjólk- urvörur við útflutning en sauðfjárafurðir. Enda er litið á þær sem árstímabundna umframframleiðslu. í heild hefur útflutnings- verð þeirra varla verið meira en Vz af skráðu heildsöluverði. Það hefur farið niður í 1á fyrir nýmjólkurmjöl, verið frá V3—% fyrir osta og V3—V2 fyrir ostefni. Á síðari árum hefur þó fengist mun betra verð fyrir svo- nefndan „Óðalsost“, og hefur hann skilað svipuðu hlutfalli og sauðfjárafurðirnar. Nú er unnið að því að skapa aðstöðu til að framleiða hlutfallsiega meira af Óðalsosti, m.a. er meiningin, að nýja mjólkursamlagið á Akureyri geti framleitt hann. Þannig yrði það af mjólkurframleiðslunni, sem kann að verða umfram þarfir hér innanlands, veru- lega verðmætara til útflutnings. Handbók bænda 1976 Handbók bænda 1976 er nýlega komin út. Það er tuttugasti og sjötti árgangur. Agnar Guðnason, sem verið hefur ritstjóri Hand- bókarinnar síðan 1961, gegnir nú starfi blaðafulltrúa bændasamtakanna, en við rit- stjórn hefur tekið Jónas Jónsson. Handbókin er nú 376 síður með lesmáli og töflum. Efninu er skipt í 13 aðalkafla, og eru í þeim 42 faggreinar eftir 24 höfunda, 23 aðrar greinar, þar á meðal margskonar tölulegar upplýsingar. Helstu kaflar bókarinnar nefnast: Jarð- rækt, með 6 greinum, Búfé, með 8 greinum. Búfjársjúkdómar, með 4 greinum, Garð- yrkja, með 8 greinum, Byggingar og bú- tækni, með 8 greinum, Hagfræði, með 4 greinum. Auk þess eru kaflar í bókinni er nefnast: „Stjórn búnaðarmála, félög og stofnanir landbúnaðarins“, búnaðar- og garðyrkju- nám“, ,,lög og reglugerðir11, ,,úr landbún- aðarlöggjöfinni“, ,,vegalengdir“ og „ýmis- legt“, að ógleymdu svo dagatali. Handbókin er nú að því leyti frábrugðin því, sem hún hefur verið síðustu árin, að nú er lögð áhersla á að birta yfirlitsgreinar um viðkomandi þætti búskaparins. Með þessu er reynt að koma fyrir í bókinni sem mestu af ,,handbókarupplýsingum“, lýsingu og upptalningu á því, sem best er vitað um hvert og eitt atriði, þess sem líklegt er að bændur og annað landbúnaðarfólk kunni að þurfa eða vilja fletta upp á. Ætlunin er að í næstu 3—4 árgöngum bókarinnar verði haldið áfram á sömu braut, þannig að með því næðist að birta yfirlitsgreinar um alia meginþætti hvers sviðs landbúnaðarins. Handbók bænda er til sölu hjá flestum hreppabúnaðarfélagsformönnum, og hjá Búnaðarfélagi íslands í Bændahöllinni. Hún kostar nú kr. 900. F R E Y R 31

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.