Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 31

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 31
GÍSLI KRISTJÁNSSON: Tapar kraftfóður gildi langvinna geymslu? Yfirskrift greinar þessarar er spurning, sem nokkrum sinnum var beint til greinar- höfundar síðastliðið vor, einkumaf aðiljum, sem þótti lakleg útkoma af útungun hænu- eggja, ungarnir komust illa eða ekki úr skurninni. í fóðurblöndur handa hænum, er verpa eggjum til útungunar, er jafnan svo fyrir séð, að í þær er blandað nokkru af lífgefandi efnum, er tryggja skulu hreysti og heilbrigði verðandi afkvæma. Má því tjá í þessu sambandi, að viss efni hafa takmarkaða endingu, en geymsluskil- yrðin ráða þá um, hve langvinna geymslu getur verið að ræða, uns gildi þeirra er að mestu þorrið. Um geymslu kraftfóðurs má annars segja eftirfarandi: Fóðurblöndur. Um hráefni þau, sem notuð eru í fóður- blöndur, má segja, að sum þeirra þola langa geymslu án þess að missa lífeðlis- og brennslugildi. Gildir það sérstaklega um kornvöru, sem geymd er ómöluð og hæfi- lega oft er hreyfð á geymslustöðvum, (dælt á milli hólfa í stórsílóum). Þegar búið er að breyta korninu í mjöl, gildir nokkru öðru máli. Feitisnauðar olíukökur þola einnig geymslu tiltölulega vel og það gera önnur fitusnauð hráefni yfirleitt einnig. Öðru máli gegnir um fituríka vöru, þar er þráa- hættan yfirvofandi nema í sé blandað þráa- varnarefnum (antioxydanter). Próteinvörur, sem geyma nokkurt magn fitu með verulegu magni af lítt mettuðum eða ómettuðum fitusýrum, geymast yfir- leitt skamman tíma, svo sem feitt fiski- mjöl, nema sérlegar ráðstafanir séu gerðar til þráavarna. Próteinvörur úr jurtaríkinu þola geymslu betur, af því að í þeim er harðari fita, og einkum, þegar þær hafa verið fitusneyddar á viðeigandi hátt, svo sem sojamjöl. Það veltur því á miklu, þeg- ar umræddar tegundir próteinvöru eru not- aðar, sem í er verulegt fitumagn, að geymslutíminn sé nokkuð takmarkaður. Þetta er vert að vita, þegar um er að ræða kaup á nokkru magni í senn, er endast skal um talsvert langan tíma. Fóðurblönd- ur, sem fluttar eru til landsins fullgerðar til notkunar, þola því naumast eða ekki að vera íblandaðar fituefnum án þess að átt sé á hættu, að of langur tími líði frá blönd- unardegi til notkunarskeiðs. í innlendar blöndur er unnt að nota nokkurt fitumagn, fitan eykur fóðurgildið að mun en um leið hættu á minni geymsluhæfni. Þetta er þó talsvert háð hitastigi um geymslutímann. Því svalara og kaldara, þeim mun hægari eru áhrif súrefnisins í umhverfinu til spill- ingar fóðrinu. Því skal þó bæta við í þessu sambandi, að áhrifanna gætir meira á bragð fóðursins en brennslugildi þess. F R H Y R 21

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.