Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 25

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 25
Ærnar hans Elíasar eru heimakærar og spakar. — Þær fengust þó ekki tii a8 „sitja fyrir“, fyrr en Elías rétti að þeim heyvisk. nýtur?“ „Nei, hann er bara ónothæfur, því hann gefur ekki góð lömb, en ég má ekki farga honum, fyrst þeir eru búnir að dæma hann besta hrútinn.“ Síðan liggur leiðin inn í bæinn og ekki er alveg ljóst, hvenær hið formlega viðtal okkar Elíasar hófst. Tækið fór einhvern tímann í gang, þegar Elías var að segja mér sögu, sem mér fannst, að ætti að geymast, þó ekki komi hún hér. ☆ — Segðu mér jyrst, hvað þú ert húinn að muna lengi eftir þér með áhuga fyrir sauðfjárrœkt? — Ég held, að hann hafi alltaf verið. Ég man ekki eftir öðru. Hitt er það, að eitt er að hafa áhuga og annað að geta gert eða gera eitthvað af viti. — Það hefur nú lengi legið það orð á, að hér í þessari sveit og sýslu væru góð hú- fjárkyn. Heldurðu að það stafi af gamalli ræktun? — Já, það held ég. Það voru hér áhuga- menn um búfjárrækt, eins og t.d. Þorberg- ur heitinn í Hólum, og það voru ýmsir bæir í Nesjum, þar sem var áhugi fyrir þessu og þeir fengu betra fé og meiri af- urðir, og síðar breiddist þtta út. Það síaðist svona út áhugi fyrir því hvoru tveggja að fá meiri afurðir og fá um leið féð betur gert — og það tókst alveg tvímælalaust að ná verulegum árangri á tímabilinu kring- um 1960. Sauðfjárræktarfélagið hérna á Mýrunum var stofnað 27. október 1940. Þannig að nú er 35 ára afmæli þess nýlega liðið. En núna er ástandið þannig, eins og ég sagði þér áðan, að það er eiginlega eng- in stjórn í því. Kannski er réttast að orða það þannig, að það sé stjórnarkreppa í því núna eins og stendur. En ef við tölum um upphaf sauðfjár- ræktarstarfsins, þá var hér nefnilega lengi F R E Y R 15

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.