Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 16

Freyr - 01.01.1976, Blaðsíða 16
Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki og kynbótahryssa hans, Síða. hentug. Nefndin var skipuð og skilaði áliti snemma hausts 1972. í henni áttu sæti auk mín, Sveinbjörn Dagfinnsson og Leifur Kr. Jóhannesson. Niðurstaðan var, að á Litla- hrauni í Árnessýslu væri ódýrast að koma starfsemi þessari á fót, auk þess var sú jörð ekki nytjuð til búskapar eins og á stóð. Á Búnaðarþingi 1973 lagði ég málið fyrir á ný og var það samþykkt og sent land- búnaðarráðuneytinu. Með bréfi 20. ágúst 1973 fól ráðuneytið Búnaðarfélagi íslands undirbúning að uppbyggingu stöðvarinnar og að annast rekstur hennar. Jafnframt var ákveðið, að við stöðina starfaði sérstök kynbótanefnd. Stjórn Búnaðarfélags íslands skipaði eftirtalda menn í þá nefnd: Þorkel Bjarnason, Laugarvatni, Leif Kr. Jóhannes- son, Stykkishólmi, Pál Pétursson, Höllu- stöðum, Ingimar Sveinsson, Egilsstöðum og Þorgeir Sveinsson, Hrafnkelsstöðum, og átti þá hver landsfjórðungur sinn fulltrúa. Hinn 22. ágúst 1973 er undirritaður samn- ingur við dómsmálaráðuneytið um leigu jarðar og útihúsa á Litlahrauni. Stjórn Bún- aðarfélags íslands sér um rekstur stöðvar- innar í umboði landbúnaðarráðuneytisins og hefur tilnefnt með sér í yfirstjórn þá Pál Agnar Pálsson og Sveinbjörn Dagfinnsson. Þá er rétt að geta þess, að landbúnaðar- ráðuneytið fó! Búnaðarfélagi íslands að semja reglugerð fyrir stöðina til að starfa eftir, eins og í öðrum þáttum búfjárræktar- laga. í það verk voru skipaðir: Þorkell Bjarnason, Laugarvatni, Steinþór Runólfs- son, Hellu og Páll Pétursson, Höllustöðum. Er reglugerð væntanleg á þessu ári. Um aðstöðuna á Litlahrauni er margt gott að segja. Þar er allmikið land gras- gefið, tún um 40 hektarar og 50 kúa fjós með viðbyggingu fyrir um 25 trippi eða vel það, ásamt hlöðu og votheysgeymslum. Reiðvegir eru fremur góðir, einkum er fjar- an álitleg. íbúð vantar fyrir starfsmenn og hefur reynst leitt vandamál og lagast ekki, fyrr en hús hefur verið keypt eða byggt. Hugmyndir um fyrirkomulag og rekstur: 1. Hestfolöld og ungir stóðhestar skulu teknir á stöðina, ýmist keyptir, sem hennar eign, eða teknir í uppeldi frá hrossaræktarsamböndum, hrossaræktar- félögum og einstaklingum. 2. Þegar folarnir eru 2 vetra, verði valið úr þeim. Þeir, sem eru óálitlegir, þ.e. illa byggðir, mjög smáir, fótaskakkir, laun- 6 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.