Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Síða 8

Freyr - 01.04.1979, Síða 8
stuðlað að því, að 1.405 aðilar fengu 565 milljónir króna í lífeyri árið 1978. Auk þess lánar lífeyrissjóðurinn Stofnlánadeild land- búnaðarins fjármagn til bústofnskaupa fyrir frumbýlinga, ennfremur viðbótarlán til íbúðarhúsabygginga og einnig til jarðak- aupa fyrir bændur. Löggjöf um lánastarfsemi fyrir landbún- aðinn er áratugagömul og hefurverið breyt- ingum háð. Bændur og fyrirtæki þeirra hafa jafnan notið góðra lánskjara og oft ágætra, en búa nú við mjög misjöfn lánskjör eftir því, hvenær framkvæmdir voru gerðar. Þetta er óheppilegt. Stofnlánadeild landbúnaðarins á sjálf ekkert fjármagn, það hefur ekki tekist að skapa frambúðarsjóði. Deildin hefur tekið erlend lán og innlend lán vísitölubundin og lánað þetta síðan til bænda og fyrirtækja þeirra með hagstæðari kjörum. Eigin tekjur deildarinnar hafa átt að brúa bilið, en þær hafa ekki alltaf nægt. Við síðustu áramót var svo komið, að varasjóður í ársbyrjun, 420 milljónir kr., var búinn og auk þess skapaðist á árinu öfugur höfuðstóll, 876 milljónir króna. Hér horfir ekki eins vel sem skyldi. Það hefur alltaf verið spurning og er það ennþá, hvort deildin á að taka erlend lán, nema til félagslegra framkvæmda í landbún- aði og miða fyrirgreiðslu sína að öðru leyti við það innlenda fjármagn, sem fáanlegt er á hverjum tíma. Ég hef staðnæmst við nokkur atriði, sem segja sína sögu, að því ógleymdu, að bændastéttin hefur hagrætt búrekstri sínum og tileinkað sér vísindi og tækni og afkastar miklu og framleiðirmikið með tiltölulega litlu vinnuafli. Hittersvoannað mál, sem hlýturað mótast hverju sinni af þjóðmálum og markaðshorf- um, hvernig til tekst að selja erlendis þær búvörur, sem ekki er þörf á innanlands. Dýrtíðin — verðbólgan — hefur leitt til þess, að þrátt fyrir alla hagræðingu hefur verðlag búvöru, sem út er flutt, orðið bændum óhag- stæðara með hverju ári og skapað vanda í framleiðslumálum. Þó er það nú svo, að Ásgeir Bjarnason setur Búnaöarþing 1979 gjaldeyrislega séð er útflutningur búsafurða ekki lítilsvirði þjóð, sem alltaf vantar gjald- eyri. Árið 1978 voru fluttar út landbúnaðar- afurðir sem hér segir: Dilkakjöt m. m............ kr. 3.307 millj. Ull og saltaðar gærur ... — 296 — Húðir ...................... — 102 — Ostur ...................... — 930 — Minkaskinn ................. — 129 — Hross ...................... — 170 — Ýmislegt ................... — 142 — Lax, silungur, hlunnindi — 280 — Óunnar landbúnaðar-afurðirkr. 4.356 millj. Unnar landbúnaðarvörur Vörur úr loðskinnum .. Loðsútuð skinn og húðir Ullarlopi — ullarband .. Ullarteppi ............ Prjónavörur ........... kr. 6.347 millj. kr. 182 millj. — 1.948 — — 1.006 — — 447 — — 2.764 — 198 FREYR

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.