Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1979, Side 12

Freyr - 01.04.1979, Side 12
suðinu í ánum'1, segir Jón Helgason. Meiri- hluti þjóðarinnar þekkir ekki suðið í ánum né sælu sveitarinnar og margir sjá því engan tilgang í því að dreifa byggðinni um landið, og kannski er von, að menn telji það hæpið, dýrt og óhagkvæmt. Dreifð búseta. Hver eru eiginleg rök okkar dreifbýlis- manna? Hvers vegna á að halda landinu öllu í byggð? Hvers vegna að vera að kosta miklu til að halda einhverjum afdalabæ einhverra sérvitringa í byggð? Þráhyggjumenn Dag- blaðsins með Jónas Bjarnason og Reyni Hugason í broddi fylkingar, slengja fram hinu alkunna hagfræðilögmáli, sem segir, að stórar einingar séu hagkvæmari í rekstri, hver einstaklingur á Reykjavíkursvæðinu sé ódýrari, þarsé hægt að þjóna mörgum í einu. Á Grímsstöðum á Fjöllum er jafnmiklu kost- að á 10 sálir eins og 1000 á suðvestur- horninu. Hvers vegna dreifð byggð? Okkur vefst tunga um tönn. Kannski viljum við bara hafa þetta svona, ástæðan er tilfinning og taugar okkar til landsins. En að fortíð skal hyggja, þá vel á að byggja. Forfeður okkar dreifðu sér. Þeir nýttu auðlindir landsins, nú síðar bæði til sjávar og sveita. Þessu eigum við að halda áfram, við eigum að nýta auðlindirnar rétt, ekki ofnýta þær, fremur að greiða skuldina við landið að nýju, rækta upp síld- ina og skóginn og fara að búa sem vistfræð- ingar í sambýli við náttúruna. Við erum eðli- legur hluti vistkerfisins, eigum þar heima. Auk þess eigum við ómetanleg verðmæti, ýmiss konar mannvirki, byggingar, ræktun, vegi o. m. fl., sem okkur ber að nýta. Enn fremur eru menningarverðmæti um allt land, sem ekki mega glatast, sögulegar minjar, land, sem talar við okkur á okkar máli í örnefnum og sögum. Dreifð búseta er sjálfsögð af öryggisá- stæðum,sem óþarfteraðtíunda, en Ijóstert. d., að séu landsmenn dreifðir, verða sam- göngur öruggari. Þess ber líka að geta, að töluverður hluti landsmanna óskar eftir því að búa í strjálbýli, jafnvel þó hann verði að afneita ýmsum tilboðum hins Ijúfa lífs á suð- vesturhorninu. Það leynist í okkur mörgum einhver Bjartur í Sumarhúsum, sem vill vera hæfilega mikið út af fyrir sig, og er ekki óeðlilegt, að reynt sé að fullnægja slíkum þörfum á sama hátt og unnendum sinfoníu- tónlistarer boðið upp áað komast átónleika. Ýmislegt fleira mætti telja upp, en að öllu samanlögðu er Ijóst, að verulega verður að festa og treysta byggð um allt land, í þorpum, kauptúnum og sveitum, enda er þetta hvað öðru háð. Binda verðurendaásérhæfinguna og renna fleiri stoðum undir atvinnulífið, enda er þá minni hætta á, að við ofbjóðum okkar viðkvæmu náttúru. Bændur stundi ekki bara offramleiðslugreinarnar, en hefji gamlar og gegnar búgreinar til vegs og virð- ingar að nýju, svo sem garðrækt og kartöflurækt til heimabrúks, og gefi betur gaum að hlunnindunum (reka, dún, grá- sleþpu), sem nú eru víða ónýtt vegna mannfæðar. Einnig má hefja heimilisiðnað til vegs að nýju, og víst gæti dreifbýlið tekið á sína arma ýmiss konar smíðar úr járni og tré, en gefið stóriðjunni frí, enda dreifir hún ekki byggð og er ónáttúrleg í orðsins fyllstu merkingu. Straumhvörf í vændum. Byggð stendur víða völtum fótum á íslandi. Hún grisjast stöðugt, síðustu Bjartarnir gef- ast upp, missa börnin á mölina, og jörðin leggst í eyði. Fulltrúar bænda á málþingum og mannfundum eru yfirleitt ekki úr hópi þeirra, sem höllustum fæti standa, þá vantar oft málsvara (á borð við Dagblaðspennana!) á æðri vígstöðvum og verða því oft að heyja sína baráttu án liðsinnis. Það er skoðun mín, að þessum mönnum eigum við að liðsinna, áður en það er um seinan. Víst er og, að þessir bændur eru ekki stærstu fram- leiðendurnir, leggja ekki stærstan skerf til offramleiðslunnar, en það eru býsna mörg mannárin, sem geta verið fólgin í búskap þeirra. Við eigum að tryggja íslendingum at- vinnu, ekki að eyða gjaldeyri í tæknibúnað, 202 FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.