Freyr - 01.04.1979, Side 13
Ríkt land.
sem gerir menn þarflausa, eykur verð-
bólguna og teflir frelsi þjóðarinnar í hættu.
Það er dýrara að hefja aftur búskap á
eyðijörð eftir 10—15 ár en að halda henni í
byggð í þessi ár, því eftir nokkur ár verður
straumurinn ekki úr dreifbýlinu heldur í
dreifbýlið. Þetta sést á þróuninni í ná-
grannalöndum okkar, sem eru nokkrum ár-
um á undan okkur í þessum efnum sem
mörgum öðrum.
En skrifstofumaðurinn í Reykjavík spyr
enn: Hvers vegna á ég með mínum skatt-
peningum að vera að kosta það að halda
bóndabýli uppi á heiðum gangandi? Svar:
Það er skynsamlegt, þjóðfélagslegt markmið
að halda landinu í byggð, en það hefur aldrei
verið viðurkennt, að einhverju þurfi að kosta
til þess. Landbúnaður og útvegur hafa hins
vegar tekið olnbogabarnið, dreifbýlisstefn-
una, upp á sína arma og eru nánast einu
forsvarar hennar. í því fjármagni, sem veitt er
FREYR
til þessara atvinnuvega, er raunar að hluta
fólgin fjárveitingin til dreifingar byggðarinn-
ar og þarf því engum að koma á óvart, þótt
framleiðsluvörurnar séu dýrar. Mætti raunar
spyrja, hvort ekki væri eðlilegra að veita
dreifbýlispeninga sérstaklega á fjárlögum,
því við verðum að gera okkur það Ijóst, að
það kostar fjármagn að stefna að hinu þjóð-
félagslega markmiði, að dreifa byggðinni.
í borgríki nútímans er miðstýringin
geigvænleg og vaxandi. Samhliða dreifingu
byggðar verður því einnig að dreifa valdinu,
það er sjálfsögð réttlætiskrafa.
Rétt nýting.
Hér að framan var minnst á það, að íslensk
náttúra hefði nokkuð látið á sjá og að við
þyrftum úr að bæta. Bændastéttin er borin
þeim sökum að ofbjóða beitarþoli landsins
til þess að framleiða óseljanlegt kjöt. Ég tel
eðlilegt og auðséð, að búfjárbeitin á næstu
203
L