Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1979, Side 18

Freyr - 01.04.1979, Side 18
Þór Guðjónsson veiðimálastjóri eyristekjur af útlendum veiðimönnum 1978 hafi verið 760 milljónir króna. Fram að þessu hefur mikil áhersla verið lögð á að nýta sem best hin laxgengu vatna- svæði og auka við þau með fiskvegagerð. Rúmlega 30 fiskvegir hafa verið gerðir síð- ustu þrjá áratugina og hafa opnast við það um 400 km ársvæði til hrygningar, uppeldis og veiða sjógenginna fiska. Auka má veru- lega laxgengd frá því, sem nú er, með því að fullnýta ár ofan ófiskgengra fossa, svo og stöðuvötn til seiðauppeldis, með hjálp frá fiskeldisstöðvum og með því að sleppa sjó- gönguseiðum. Kannanir á ám og vötnum, sem nú eru framkvæmdar af Veiðimála- stofnuninni, munu væntanlega gefa vís- bendingar um árangursríkustu aðferðirnar, sem nota má við þessa ræktun. Sem dæmi um slíka ræktun má nefna seiðasleppingar Veiðimálastofnunarinnar og tilraunaeldis- stöðvarinnar í Kollafirði í Fossá í Þjórsárdal og stangaveiðifélagsins Ármanna í Kálfá í Eystrihrepp nú síðustu árin, en þessar ár eru þverár Þjórsár. Á árinu 1978 kom árangurinn af ræktuninni fram. Þá varð laxveiðin í Þjórsá nærfimmfalt meiri en meðalveiðin á árunum 1970—1977. Framlag Fossár í jDessari tilraun er talið samkvæmt rannsókn Arna ísaksson- ar, fiskifræðingsá Veiðimálastofnuninni, um 30% af veiðinni. Slík ræktun mun eingöngu fást með eldisseiðum úr fiskeldisstöðvum. Menn hafa velt því fyrir sér, með hvaða hætti hinn ágæti árangur í laxveiðinni hefur náðst. Augljóst er, að hann hefur fengist með góðu skipulagi laxveiðimála hér á landi, svo sem útlendingar hafa margsinnis komið auga á, þótt það sé á hinn bóginn dulið mörgum heimamanni. Við eigum skynsamleg lax- og silungsveiðilög, höfum ákveðna stefnu- mörkun af hálfu opinberra aðila, búum við góðar undirtektir og ötult starf veiðifélaga, sem nú eru um 130 talsins, og höfum góða samvinnu við stangaveiðimenn. Sumir, sem ókunnugireru þessari þróun mála, hafa leit- að skýringa á aukinni laxgengd eingöngu í aukinni áburðargjöf á gj-óðurlendi. Erlendir vísindamenn telja, að fátt sé vitað um gildi áburðargjafar fyrir fisklífið í straumvötnum, en álíta það óverulegt. Hér á landi er mikið strjálbýli samanborið við það, sem er í ná- grannalöndum okkar, og magn áburðar því tiltölulega lítið miðað við víðáttu lands og vatnsmagn ánna. Þá ber þess og að gæta, að Útitjörn í Kollafirði, í baksýn til vinstri gömlu bygg- ingarnar í Kollafirði, sem notaðar eru m. a. sem klakhús, til hægri eldishús. 208 FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.