Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1979, Qupperneq 20

Freyr - 01.04.1979, Qupperneq 20
Álaveiöar í gildru í Úlfarsá. Áll er herramannsmatur og verðhár fiskur. Álaveiðum hefur þó lítið verið sinnt hér á landi. Ljósm. Þór Guðjónsson Enn önnur eru uppi á hálendinu, svo sem t.d. Veiðivötn á Holtamannaafrétti og vötn á Arn- arvatnsheiði og Tvídægru. Veiði í vötnum í byggð og óbyggð var nýtt til matar í aldaraðir, allt frá fyrstu búsetu í landinu. Nú síðustu áratugina hefur þróun búnaðarmála verið á þann veg, að sveitafólki hefur fækkað, búið hafa stækkað og fram- leiðsla búfjárafurða hefur aukist stórlega. í því þjóðfélagsumróti, sem þessu hefur fylgt, hefur nýting silungsvatnanna af hálfu bænda orðið útundan nema í örfáum tilvikum og þá helst þar, sem bæirnir eru alveg á vatns- bakkanum. Fólk úr fjölbýlinu hefur sótt til veiða í stöðuvötnin sér til skemmtunar, en veiði' þess, mest á stöng, hefur verið það lítil, að órækt hefur komist í silunginn, þ.e. eðli- leg grisjun stofna með hæfilegri veiði hefur ekki áttsérstað. Nauðsynlegt verðurað bæta úr þessu ástandi á næstu árum. Jón Kristjánsson, fiskifræðingur á Veiðimáia- stofnuninni, hefur á undanförnum árum rannsakað silung í stöðuvötnum víðs vegar um landið. Telur hann, að helstu vötnin í Húnavatnssýslu einni getu gefið af sér um 60 tonn silungs á ári, að verðmæti um 30 millj- ónir króna. Áætla má, að heildarsilungs- veiðin í landinu geti verið um 500 tonn á ári eða um 250 milljónir króna að verðmæti. Unnið er að tilraunum með að einfalda veiði í vötnum með nýrri gerð af veiðiútbúnaði, þ.e. með gildrum í stað lagneta, með það fyrir augum að draga úr vinnu við veiðina. • Skipulag veiði í flestum vötnum er ábóta- vant. Byggja verður upp svipaða tilhögun við veiði og veiðileigu við stærri vötn og vatnaklasa eins og á sér stað við veiðiárnar. Koma þarf upp veiðihúsum við vötnin og gera veiði í þeim aðlaðandi fyrir stanga- veiðimenn. Þá þarf jafnframt að koma á hæfilegri netaveiði í þeim til nýtingar á sil- ungsstofnunum og til þess að halda vötnun- um í rækt. Veiðieigendur geta sjálfir veitt í 210 FREYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.