Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 22

Freyr - 01.04.1979, Blaðsíða 22
Laxveiði í net í Ölfusá. Um 70% af laxi hér á iandi veiðist á stöng en 30% í net. Ljósm. Þór Guðjónsson skeldýrog krabbadýr, en hérverðurað sjálf- sögðu aðeins rætt um eldi vatnafiska. Þeir eru alnir upp í fersku vatni framan af ævinni, eyða sumir síðari hluta ævinnar í sjó, en ganga þó aftur í ferskt vatn til að hrygna. Útbúnaður við fiskeldi er með ýmsum hætti, en ekki verður farið frekar út í það hér. Laxeldi er sú grein fiskeldis, sem er arð- vænlegust hér á landi vegna þess, að laxinn er verðmætasti vatnafiskur okkar. Laxinn hrygnir í fersku vatni, og er hrognum hans klakið út í tilbúnum klakstöðvum og seiðin síðan alin í eidisstöðvum, þartil þau hafa náð þeim þroska, sem til erætlast, eftirþví hvort á að nota þau til fiskræktar, þ.e. að sleppa þeim í árnar, til hafbeitar eða ala þau í sjó í söluhæfa stærð og lóga laxinum síðan. Fiskeldisstöðvar. Laxaklak hófst hér á landi árið 1885. Fyrstu áratugina var klakstarfsemin slitrótt og í smáum stíl. Kviðpokaseiðum, sem úr klakinu komu, var sleppt í árnar. Fóðrun laxaseiða var hafin í smáum stíl í Borgarfirði 1944, en tveimur árum áður hófu tveir bændur í Kelduhverfi silungseldi. Árið 1951 hófst regnbogasilungseldi að Laxalóni og 1953 laxeldi við Elliðaár. Síðan hefur bæst við um tylft eldisstöðva víðs vegar um landið, og eru nú sex stöðvar starfandi. í öllum nema einni eru laxaseiði í eldi, og lítilsháttar er af silungi í sumum stöðvunum. Framleiðslugeta stöðvanna er samanlagt nálægt hálfri milljón sjógönguseiða auk sumaralinna seiða. Langmest af seiðunum er notað til fisk- ræktar. Auk fiskeldisstöðvanna eru þrjár fisk- haldsstöðvar, þ.e. í Lárósi, Sveinhúsavatni við ísafjarðardjúp og í Eiðisvatni á Langa- nesi. Stöðvar þessar halda inni seiðum í stöðuvötnum, þar sem þau alast upp á nátt- úrlegu æti. Seiðin ganga í sjó, þegar þau hafa þroska til, og skila sér síðan sem kyn- þroska fiskar í gildrur stöðvanna í útrennsli þeirra. Hafbeit. Hafbeit er það kallað, þegar laxaseiðum er hleypt í sleppitjarnir við ár og þau ganga þaðan í sjó og vaxa þar upp og ganga síðan, þegar þau hafa náð kynþroska, aftur í árnar, þar sem þeim var sleppt, og má þá veiða alla laxana. Þetta má einnig kalla laxabúskap. Hafbeitaraðferðina má nota við árnar, og er 212 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.