Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1979, Page 27

Freyr - 01.04.1979, Page 27
geti fengið hagstæð lán til uppbyggingar- innar. Fyrir Alþingi liggur nú til afgreiðslu frumvarp með tillögu um myndarleg fjár- framlög í þessu skyni, en eftir er að sjá, hverja afgreiðslu málið fær. Það tekur jafn- aðarlega mörg ár að byggja upp fiskeldi, og ienast af, meðan á því stendur, eru tekjur litlar eða engar. Þeim, sem fiskeldi stunda, er nauðsynlegt að komast yfir byrjunarörðug- leikana, sem getur tekið upp undir áratug. Uppbygging fiskeldis. Veiðimálastofnunin hefur látið kanna hátt á annað hundrað svæði á landinu með tilliti til fiskeldis. Kannað hefur verið fáanlegt kalt, volgt og heitt vatn. Þessi könnun hefur leitt í Ijós, að óvíða eru staðir, sem henta vel til fiskeldis með tilliti til vatnsþarfanna. Þetta breytist á hagstæðan hátt eftir því, sem hita- veitum frá jarðhitasvæðum til þéttbýla fjölgar, því að væntanlega má fá heitt vatn til fiskeldis úr heitavatnsleiðslum þar, sem nægjanlegt kalt vatn erfyrir hendi í námunda við leiðslurnar, eins og gert er í fisk- eldisstöðinni að Laxamýri. Við uppbyggingu fiskeldis og hafbeitar hér á landi má hugsasér, að reistarverði nokkrar fremur stórar seiðaeldisstöðvar víðs vegar um landið, t. d. ein að minnsta kosti í hverju kjördæmi, sem sjá fyrir seiðaþörf til fisk- ræktar, hafbeitar og sjóeldis. Stöðvar þessar verði eign veiðifélaga og annarra hugsan- legra þátttakenda, helst í viðkomandi kjör- dæmi. Hafbeit verði síðan stunduð í ánum eftir því, sem hagkvæmt reynist, og sjóeldi á laxi til sláturstærðar þar, sem hagstætt er, á landinu. Er heppilegt, að framangreindar stöðvar framleiði um 150 til 200 þúsund gönguseiði á ári. Sumir leggja mikið upp úr ennþá stærri eldisstöðvum og þá einnig þeim möguleika, að erlendir auðhringar byggi hér risaeldisstöðvar. Verður að telja óæskilegt, að farið verði út í stóriðju á þessu sviði. Norðmenn hafa lagt áherslu á að miða kvíaeldi hjá sér við margar minni stöðvar, sem séu sem mest í eigu fólks í dreifbýlinu, Eldisseiði í keri. Fóðrun laxaseiða var hafin hér í smá- um stíl 1944, en eiginlegt seiðaeldi ekki að ráði fyrr en upp úr 1950. og í þessum efnum ættum við að sækja fyrirmynd til Norðmanna. Lokaorð. Veiðimál, eins og þau hafa verið skilgreind hér að framan, eru landbúnaðarmál, og er landbúnaðarráðherra æðsti yfirmaður þeirra. Honum til aðstoðar við stjórn veiði- mála eru veiðimálastjóri og Veiðimálanefnd. Veiðimálastjóri sér um framkvæmd veiði- mála, og tilraunastöðin í Kollafirði fram- kvæmir tilraunir með fiskeldi og heimtur í eldisstöðinni úr sjó í samvinnu við Veiði- málastofnunina og hefur jafnframt á boð- stólum hrogn og seiði vatnafiska til fisk- ræktar, hafbeitar og sjóeldis. FREYR 217

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.