Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1979, Page 33

Freyr - 01.04.1979, Page 33
Tilraunir með að flytja frjóvgaðar eggfrumur úr einni kú í aðra hafa staðið alilengi yfir í Kanada. Þessar tilraunir hafa hingað til gefið góða raun, að því er segir í blaðinu Landsbygdens folk. Frjóvguð egg flutt milli kúa Markmiðið með þessum eggjaflutningum er að nýta betur erfðaeiginleika afurðamikilla og hraustra kúa. Kýr, sem notuð ertil þessara hluta, myndar að meðaltali á ári 12 egg, sem frjóvgast. í raun er þessu hagað þannig, að tekin eru tvö frjóvguð egg úr kúnni, annan hvern mánuð. Til þess að fá kýrnar til að beiða annan hvern mánuð verður að gefa þeim hormónalyf. Hormónagjöfin stendur í 10 daga. Kýrin er sædd fjórum sinnum á beið- máli. Sjö dögum eftir síðustu sæðingu má nema burt hin frjóvguðu egg. Áður voru eggfrumurnar fjarlægðar með skurðaðgerð, en nú er þeim skolað burt. Aðferðin við það er svo einföld, að henni má beita úti á túni. Venjulegafást 7 — 8 frjóvguð egg í hvert skipti. Af þeim eru venjulega að- eins fjögur nothæf. Þar eð aðeins er sóst eftir hraustum og góðum eggjum, fást venjulega ekki fleiri en tvö nýtileg í hvert sinn. Þannig fást að meðaltali tvær frjóvgaðar eggfrumur annan hvern mánuð úr hverri kú, eða alls 12 á ári. Með þessu móti er hægt að láta afurða- mikla kú geta af sér 12 kálfa á ári. Aðrar kýr eru svo látnar hafa fyrir því að ala önn fyrir fóstrinu og fæða fullburða kálfa. Þegar frjóvguðu eggi er komið fyrir í ann- arri kú, verðurenn sem komið er að gera það með skurðaðgerð. Þessi aðgerð er þó mjög einföld. Ef eggfruman er flutt ,,fersk“ á milli, verður að koma henni fyrir þegar eftir, að hún hefur verið numin úr annarri kú. Einnig er algengt, að frjóvgaðar eggfrumur séu Þessi kálfur, sem maðurinn er að leika sér við er egg- flutningskálfur. Hann byrjaði lífsskeið sitt, sem frjóvg- að egg í náttúrulegri móðursinni, en það varsíðanflutt í aðra kú til fósturs FREYR 223

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.