Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1980, Síða 35

Freyr - 01.01.1980, Síða 35
Frá Bændaskólanum Bændasamtökin í landinu hafa stundum kvartað yfir, að bændaskólarnir hefðu of lítið samband við bændur og gerðu of lítið af að stofna til námskeiða og fræðslufunda við skólana og jafnvel utan þeirra, sem hentuðu starfandi bændum, yngri og eldri, bæði til upprifjunar á sígildum fræðum og kynningu á nýjungum í landbúnaði almennt. Bændaskólinn á Hólum hefur ákveðið að bjóða bændum og bændaefnum upp á tvö þriggja vikna námskeið frá 11. febrúar til 22. mars 1980. Námskeiðin verða bæði bókleg og verkleg í mörgum greinum, og skiptist námsefnið þannig: Kennslust. (40 mín.) Bóklegt nám í búfjárfræði ............ 27 Bóklegt nám í jarðrækt ............... 27 Bóklegt nám í bútækni ................. 9 Bóklegt nám í búnaðarhagfræði og félagsmálum ....................... 27 Bóklegt nám samt. 90 Verklegt nám samt. 68 eða alls á hverju námsk. 158 Um efni og tilhögun námskeiðanna vísast að öðru leyti til hjálagðrar námsskrár. Til leiðbeiningar fyrir væntanlega þátttak- endur skal eftirfarandi tekið fram: 1. Kostnaður vegna dvalar er aðeins fæð- iskostnaður, og er hann áætlaður kr. 2.500-3.000 á dag. 2. Kostnaður vegna kaupa á bókum og öðru námsefni er áætlaður kr. 30 þúsund. 3. Efni ísmíðisgripi, bókband o. fl. reiknastá kostnaðarverði. 4. Ritföng, pappír og möppur, svo og allar nauðsynlegar bækur og annað námsefni er til reiðu í skólanum. 5. Óskað er eftir, að menn taki með sér rúm- og sængurfatnað, svo og hlífðarföt, gúmmístlgvél og inniskó. FREYR 23

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.