Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1980, Page 37

Freyr - 01.01.1980, Page 37
b. Þurrheysverkun. c. Votheysverkun. IV. Búnaðarhagfæði og félagsmál. 1. Búreikningar. (5 kennslustundir) a. Kynning á búreikningahaldi eins og það fer fram á vegum Búreikningast- ofu landbúnaðarins. 2. Skattframtai og landbúnaðarskýrsla. (8 kennslustundir) 3. Félagsmál dreifbýlis. (9 kennslustundir) a. Kynnt verður félagsmálakerfi land- búnaðarins og ýmis önnur félagsmál í dreifbýli. 4. Ræðumennska og fundarsköp. (5 kennslustundir) a. Notað verður efni frá félagsmálaskóla U.M.F.Í. og Æskulýðsráði ríkisins. B. VERKLEGAR GREINAR. 1. Mjaltir og mjaltatækni. (4 kennslustundir) 2. Búfjárdómar. (4 kennslustundir) 3. Vélfræði og járnsmíðar. (24 kennslustundir) a. Viðhald og eftirlit dráttarvéla. b. Rafsuða og logsuða. c. Mælitækni og notkun og meðferð handverkfæra. d. Gefinn verður kostur á smíði einfaldra hluta, sem þátttakendur geta tekið með sér. 4. Trésmíðar. (24 kennslustundir) a. Notkun og meðferð helstu verkfæra og véla við trésmíðar. Kennslan verður fólgin í því, að hver þátttakandi smíðar sér grip eða gripi f samráði við leiðbe- inana. 5. Bókband. (12 kennslustundir) a. Þeir, sem hug hafa á að taka þátt í bókbandi, skulu hafa með sérbækurtil að binda inn. Námskeiðin tvö eru sjálfstæð, en þátttak- endum á fyrra námskeiðinu verður gefinn kostur á að halda áfram á síðara náms- keiðinu í verklegum greinum, sem og í bók- legum, ef aðsókn gefur tilefni til. Hólum í Hjaltadal, 20. nóvember 1979. Matthías Eggertsson Haraldur Árnason Leiðrétting Ölkeldu II, 6. nóv. 1979 Bréf til Freys. Hr. ritstjóri. í okt. bl. Freys eru greinar um búskap í Stað- arsveit, sem ekki er nema gott um að segja. Ein villa er þó þarna í sem ég vil biðja að leitrétt sé í næsta blaði. Á bl. 65 er fyrirsögn við hliðina á mynd. Þar segir: „Börnin úr staðarsveit sækja Laugagerð- isskóla, sem er sameiginlegurfyrir sveitirnar á sunnanverðu nesinu o. s. frv......“ Hið rétta er: Staðarsveit rekur sinn eigin barnaskóla og hefur gert í 70 ár. Heitir okkar skóli Lýsuhólsskóli. Nem- endur þess skóla eru tæplega 30 í vetur. Unglinganámið 8. og 9. bekk er hinsvegar rekið sameiginlega af hreppnum hér sunnan á nesinu. Þetta vil ég að komi skýrt fram í leiðrétt- ingunni því hafa skal það sanna. Þórður Gíslason ölkeldu II í Staðarsveit. Þórði er þakkað fyrir leiðréttinguna. Auðvit- að hefði átt að standa með myndinni að unglingarnir úr Staðarsveit sæktu Lauga- gerðisskóla. — Ritstj. FREYR 25

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.