Freyr - 01.01.1980, Qupperneq 40
Myndin að ofan: Það er Böðvar Gíslason, bóndi Butru, sem situr til vinstri, en listamaðurinn bóndinn og
endurskoðandi MBF, Jón Kristinsson t Lambey til hægri.
Til hliðar: Tveir sem gleðjast, annað hvort er það yfir sigri í pólitíkinni eða góðri afkomu mjólkurframleiðanda.
Hver veit? En þeir eru Steinþór Gestsson, alþingismaður á Hæli og Vífill Búason, bóndi á Ferstiklu (t. h.)
starfsárið, sem var reyndar 13 mánuðir, var
tekið á móti 1.2 milljónum kg.
Á fyrsta aðalfundi MBF, 28. febrúar 1929,
varSigurgrímur Jónsson í Holti kosinn í stað
Eggerts, en að öðru leyti varstjórnin óbreytt.
Egill Thorarensen var kosinn í stjórnina
1931, hann var formaður stjórnarinnar fram
til ársins 1961. Árið 1947 var fjölgað um tvo í
stjórninni. Sveinbjörn Högnason var for-
maður, eftir að Egill féll frá, fram til ársins
1966, þá tók við formennsku Sigurgrímur í
Holti og var til ársins 1972 en þá var kosinn
formaður Eggert Ólafsson á Þorvaldseyri og
hefur svo verið fram til þessa dags.
Árið 1935 var innvegið mjólkurmagn um 3
milljónir kg, eða hámarksafköst miðað við
upphaflega áætlun um afkastagetu búsins.
Það var þó ekki fyrr en árið 1954, að bygg-
ingarframkvæmdir hófust við nýtt mjólkur-
bú, og framkvæmdum var lokið fyrri hluta
ársins 1960. Árið 1943 fór innvegið mjólkur-
magn yfir 10 milljónir iítra, árið 1961 yfir 30
milljónir lítra og árið 1978 yfir 40 milljónir
lítra markið. Innleggjendur hafa flestir orðið
rétt um 1200, en á þessu ári eru þeir 790. Frá
því á árinu 1978 hefur þeim fækkað um 5.
Meðalinnlegg á framleiðanda árið 1978 var
52.894 lítrar.
Mjólkurframleiðendur á Suðurlandi hafa
verið svo lánsamir, að til Mjólkurbús Flóa-
manna hafa ráðist úrvals menn sem fram-
kvæmdastjórar.
Það sama má segja um stjórnarmennina,
að þeir hafi alla tíð verið víðsýnir og stór-
huga. Fyrstu árin voru danskir menn
mjólkurbússtjórar, en síðar hafa þeir Stefán
Björnsson og Grétar Símonarson verið það,
en Grétar tók við framkvæmdastjórn búsins
árið 1953.
Það er ekki síst fyrir framtak þeirra ágætu
manna, sem valist hafa í stjórn MBF, og
mjólkurbússtjóra þess, sem mjólkuriðnaður
á íslandi stendur ekki höllum fæti í saman-
burði við mjólkuriðnað annarra þjóða, þar
28
FREYR