Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 13

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 13
Eiður. Það er talsvert að gera við viðgerðir á búvélum úr nágranna- sveitum. Meðan fréttamaður stóð við kom Sigurður Steinarsson frá Syðri-Skál með bilaða pökkunar- vél á verkstæðið. Það er rabbað um orkumál og Jón Sigurgeirsson segir að það sé raunhæft að nýta vindorku meira en gert er hér á landi. Árið 1945 setti hann upp vindmyllu og sagaði töluvert af rekavið með orku frá henni. - Einu sinni söguðum við um þúsund fet á dag. Það var „góður“ dagur, norðan illviðri! Það var gild kaðalreim frá vindmyllunni inn á sögina, sem var inni í bragga. Jón segist álíta að ekki þurfi að vera neinn atvinnuskortur í vél- smíði meðan fólki búi í sveitunum. - Við erum alltaf að leita að einhverju til þess að koma raf- magninu í lóg, segir Eiður, því höfum dálítið að umframrafmagni. Til þess að geta selt rafveitunum rafmagn vantar okkur þrífasa línu hingað. Hér væri hægt að virkja á þægilegan og ódýran hátt hálft til eitt megavatt. Sigurgeir og Arngrímur eru ekki fjölskyldumenn en sambýliskona Eiðs er Anna Harðardóttir frá Reykjavík. Þau eiga eina dóttur, Andreu, á fimmta árinu. Anna stundar nú nám í Kennaraháskól- anum og stefnir að því að ljúka kennaraprófi í vor. Félagslíf og flug. Tekur þú þátt í félagslífi, Eiður? Það er nú ekki mikið. Ég er félagi í karlakórnum Hreim sem er skip- aður söngmönnum úr Aðaldal og nágrenni. Það er virkur og skemmtilegur félagsskapur. Við fórum í söngför til Bretlands sl. vor. Áður hefur kórinn farið til Færeyja og Noregs. Robert Faulkner söngstjóri og Juliet Faulkner undirleikari eru ensk hjón sem kenna tónlist við Hafra- lækjarskóla. Þau skipulögðu ferð Hreims til Englands. Brœðurnir íÁrteigi: Eiður, Arngrímur og Sigurgeir. íbúðarhús Eiðs Jónssonar og Önnu Harðardóttur. Faulknerhjónin halda uppi öflugu tónlistarlífi í Hafralækjarskóla og grennd. Guðmundur Norðdahl tónlistarkennari, forveri þeirra þar, vann hér einnig mj ög gott starf í tónlistarmálum. Svo stundum við hérna flug, heldur Eiður áfram. Við eigum flugvél, flugvöll og flugskýli hérna í nágrenninu. Hverjir? Við Þorgeir Hlöðversson á Björg- um eigum flugvélina, fjögurra sæta Cessnu 172. Þorgeir er að læra flug og Arngrímur bróðir minn líka. Eiður sagðist nota flugvélina við vinnu sína til að fara milli staða á landinu og gera við rafstöðvar, t.d. til Raufarhafnar, Kirkjubæj- Frh. á bls. 280. 7, APRlL J990 Freyr 253
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.