Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 13
Eiður. Það er talsvert að gera við
viðgerðir á búvélum úr nágranna-
sveitum. Meðan fréttamaður stóð
við kom Sigurður Steinarsson frá
Syðri-Skál með bilaða pökkunar-
vél á verkstæðið.
Það er rabbað um orkumál og
Jón Sigurgeirsson segir að það sé
raunhæft að nýta vindorku meira
en gert er hér á landi. Árið 1945
setti hann upp vindmyllu og sagaði
töluvert af rekavið með orku frá
henni.
- Einu sinni söguðum við um
þúsund fet á dag. Það var „góður“
dagur, norðan illviðri! Það var gild
kaðalreim frá vindmyllunni inn á
sögina, sem var inni í bragga.
Jón segist álíta að ekki þurfi að
vera neinn atvinnuskortur í vél-
smíði meðan fólki búi í sveitunum.
- Við erum alltaf að leita að
einhverju til þess að koma raf-
magninu í lóg, segir Eiður, því
höfum dálítið að umframrafmagni.
Til þess að geta selt rafveitunum
rafmagn vantar okkur þrífasa línu
hingað. Hér væri hægt að virkja á
þægilegan og ódýran hátt hálft til
eitt megavatt.
Sigurgeir og Arngrímur eru ekki
fjölskyldumenn en sambýliskona
Eiðs er Anna Harðardóttir frá
Reykjavík. Þau eiga eina dóttur,
Andreu, á fimmta árinu. Anna
stundar nú nám í Kennaraháskól-
anum og stefnir að því að ljúka
kennaraprófi í vor.
Félagslíf og flug.
Tekur þú þátt í félagslífi, Eiður?
Það er nú ekki mikið. Ég er félagi í
karlakórnum Hreim sem er skip-
aður söngmönnum úr Aðaldal og
nágrenni. Það er virkur og
skemmtilegur félagsskapur. Við
fórum í söngför til Bretlands sl.
vor. Áður hefur kórinn farið til
Færeyja og Noregs. Robert
Faulkner söngstjóri og Juliet
Faulkner undirleikari eru ensk
hjón sem kenna tónlist við Hafra-
lækjarskóla. Þau skipulögðu ferð
Hreims til Englands.
Brœðurnir íÁrteigi: Eiður, Arngrímur og Sigurgeir.
íbúðarhús Eiðs Jónssonar og Önnu Harðardóttur.
Faulknerhjónin halda uppi öflugu
tónlistarlífi í Hafralækjarskóla og
grennd. Guðmundur Norðdahl
tónlistarkennari, forveri þeirra
þar, vann hér einnig mj ög gott starf
í tónlistarmálum.
Svo stundum við hérna flug,
heldur Eiður áfram. Við eigum
flugvél, flugvöll og flugskýli hérna
í nágrenninu.
Hverjir?
Við Þorgeir Hlöðversson á Björg-
um eigum flugvélina, fjögurra sæta
Cessnu 172. Þorgeir er að læra flug
og Arngrímur bróðir minn líka.
Eiður sagðist nota flugvélina við
vinnu sína til að fara milli staða á
landinu og gera við rafstöðvar, t.d.
til Raufarhafnar, Kirkjubæj-
Frh. á bls. 280.
7, APRlL J990
Freyr 253