Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 35

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 35
Fjárhagsnefnd á fundi. F.v. Gunnar Hólmsteinsson, skrifstofustjóri B.Í., Sveinn Jónsson, Ágúst Gíslason, Jón Hólm Stefánsson ogJón Guðmundsson. Magnús Jónsson, forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins, snýr baki í myndavélina (Ljósm. J.J.D.) fjárhagsaðstoð, sem Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins hefur veitt til þessara verkefna. Fjármunum til einstakra bún- aðarsambanda fyrir árið 1990 hefur þegar verið ráðstafað samkvæmt samþykkt formanna búnaðarsambandanna. Flins vegar leggur þingið til að frek- ari fjárveitingar til einstakra búnaðarsambanda verði háður tveimur skilyrðum: 1. Að búnaðarsamböndin ábyrgist að öllum bændum verði með heimsóknum eða viðtölum gerð grein fyrir þessu verkefni og boðin þátttaka. 2. Að Iágmarksþátttaka miðist við að tíundi hver bóndi verði þátttakandi í landbún- aðarbókhaldinu. e) Búnaðarsambönd eru ábyrgð- ar- og trúnaðaraðilar gagnvart bændum. Þeim er óheimilt að láta öðrum í té upplýsingar úr bókhaldi einstakra bænda nema þeir heimili það. f) Nú þegar verði hafist handa við undirbúning þróunarverkefna landbúnaðarbókhaldsins. Gerð verði verklýsing hliðstæð þeirri sem unnið er nú eftir við framkvæmd rekstrarbókhalds- ins. Komi í ljós að Búnaðarfé- lag íslands hafi ekki tök á að láta starfsmenn sína vinna nauðsynlegt undirbúningsstarf verði hæfur aðili í gerð tölvu- forrita ráðinn til verksins. GREINARGERÐ A síðustu árum hafa orðið mikl- ar breytingar í íslenskum landbún- aði. ístað óheftrar framleiðslu hef- ur verið tekin upp stjórn á helstu framleiðsluvörum landbúnaðar- ins, sem byggir á tiltekinni heimild til sérhvers bónda sem stundar sauðfjár- og mjólkurframleiðslu. Þessar miklu áherslubreytingar kalla fram ný viðhorf í starfsemi þeirra sem annast leiðbeiningar í landbúnaði. Meðan framleiðslan var óheft beindust verkefnin eink- um að stœkkun búanna, sem kall- aði eftir margháttuðum umbótum í aukinni ræktun, bœttum húsakosti og vélvœðingu. Þegar landbúnaðurinn er nú háður ströngum takmörkunum í framleiðslu verður meginviðfangs- efni þeirra sem annast leiðbeining- ar aðfinna sem hagkvœmastar leið- ir í framleiðslu búanna og á þann hátt að leitast við að tryggja afkomu bœnda svo sem framast er kostur. Þvímiður hefur leiðbeiningarþjón- ustunni ekki tekist að aðlaga störf sín að þessum breyttu viðhorfum svo sem vert vœri. í þeim efnum veldur mestu að frá því að stjórn búvöruframleiðslunnar hófst hefur mikill hluti starfsemi búnaðarsam- bandanna fœrst til þeirra verkefna sem lúta að framleiðslustjórn. Jafn- framt hefur dregið stórlega úr tekj- um þeirra, sem leitt hefur til þess að ýmsum mikilvœgum verkefnum hefur ekki verið unnt að sinna. í þessum efnum má nú merkja breytta tíma. Hversem framvindan í framleiðslumálum kann að verða má œtla að verkefni búnaðarsam- bandanna við stjórn framleiðslunn- ar séu nú minni en var á meðan sú skipan mála var að festast í sessi. Sá mikilvœgi stuðningur, sem Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins veitir til þessa bókhaldsverkefnis og starfsemin byggist á tvöfyrstu árin, réð úrslitum um að unnt var að hrinda þessum verkefnum af stað. Tillögur, sem byggjast m.a. á póli- tísku samkomulagi um nýja tekju- stofna búnaðarsambandanna liggja nú fyrir svo að tœpast er annað œtlandi en þau mál náifram að ganga innan tíðar. Á þessum meginviðhorfum byggjast þau markmið sem hér eru fram sett. Erindi Búnaðarsambands Austur- Húnavatnssýslu um sjóðagjöld, er- indi formannafundar búnaðarsam- banda 1990 um tekjustofn fyrir búnaðarsamböndin, álytkun aðal- fundar Félags héraðsráðunauta um fjárhagsvanda búnaðarsam- banda og erindi stjórnskipaðrar nefndar um endurskoðun sjóða- gjalda í landbúnaði og tillögugerð um breytingar á lögum og reglu- gerðum þar um. - Frumvarp til laga um Búnaðarmálasjóð og framleið- endagjald 7. APRlL 1990 Freyr 275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.