Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 40

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 40
Umhverfi og landbunaður Landbúnaðarráðherrar Norður- landa beita sér fyrir átaki til að samhæfa landbúnað og umhverfis- mál. Landbúnaðarráðherrar Norður- landa hafa sameinast um að koma á nánu samstarfi við þá aðila sem að umhverfismálum starfa, bæði innan einstakra landa og í norrænu samstarfi. Fyrirhugað er að koma á fót samnorrænum varnaraðgerð- um til að gæta þess að umhverfi verði fyrir sem minnstum spjöllum frá landbúnaði og skógrækt. Aformað er að skoða sérstak- lega notkun lífrænna og ólífrænna áburðarefna til að draga úr meng- un við útskolun á jarðvegi og tak- marka eftir föngum notkun lyfja og eiturefna við garðyrkju og jarð- rækt í varnarskyni gegn sjúkdómum og illgresi. Rík áhersla verður lögð á könnun á áhrifum loftmengunar á skógrækt og skóg- ræktarrannsóknir stórauknar inn- an Norðurlandanna í því sam- bandi. íslenskir fjárhundar Íframhaldiaffréttí4. tbl. Freys, bls. 128, um íslenska fjárhunda- kynið, kom Björn Pálsson á Flögu í Hörgárdal að máli við blaðið og bað um að koma því á framfæri að hann hafi á boðstólum hvolpa af þessu kyni, ættbókafærða hjá Hundaræktarfélagi íslands. Sími hjá Birni er 96-26774. Þá er í þessum viðauka einnig lögð áhersla á aðlögun að gildandi reglum á alþjóðavettvangi. Sam- starf embættismanna um afnám tæknilegra viðskiptahindrana verður stöðugt víðtækara og tekið verður í ríkari mæli tillit til EFTA- samræmingar og þeirra ákvarðana sem teknar munu verða fyrir innri markað EB. Annað þýðingarmikið viðfangs- efni í norrænu samstarfi á sviði landbúnaðar og skógræktar skv. viðaukanum er samstarf um varð- Rannsóknir og ákvarðanataka. Frh. afbls. 257. ljóst að fjölga þarf sérmenntuðu starfsfólki á þessu sviði, hvar svo sem viðfangsefnin verða vistuð í kerfinu. Góðir ráðstefnugestir! Ég hef gert tilraun til að drepa á nokkrar hliðar þess viðfangsefnis sem mér var falið að fjalla um. Að lokum vill ég geta þess að Rann- sóknaráð ríkisins skipaði sl. haust vinnuhóp til að gera tillögur að stefnumótun í rannsóknum á sviði landgræðslu og skógræktar. Bjarni Guðmundsson er formaður hópsins, en ég ritari. Niðurstöður hópsins munu liggja fyrir innan tíðar. Það sem ég hef sagt hér er hins vegar alveg á mína ábyrgð og ber ekki að skoða sem álit hópsins í heild. veislu erfðaefna. Norðurlöndin munu taka sameiginlega afstöðu til alþjóðlegra stofnana sem varð- veita erfðaefni plantna og húsdýra víðsvegar um heiminn. Jafnframt þarf að treysta grunn og starf sam- norræna genbankans til varðveislu erfðabreytileika. Hin nýja endurbætta fram- kvæmdaáætlun var lögð fram til umfjöllunar á þingi Norðurlanda- ráðs í Reykjavík í febrúar 1990. (Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu). Þjóðhagar í Útkinn. Frh. afbls. 253. arklausturs og Egilsstaða. Flug- skýlið reistu þeir félagar árið 1988. Þeir keyptu flugvélina fyrir rúmum tveimur árum fyrir 1200 þúsund krónur. Eiður telur hana ekki dýra í rekstri. Sigurgeir, elsti bróðirinn, býr eingöngu með sauðfé, rúmar 200 kindur. Hann vinnur ofurlítið utan heimilis, aðallega í vegagerð, þó meir áður fyrr, á jarðýtu sem þeir Árteigsmenn eiga. Hann er bridgespilari og spilar m.a. á bridgekvöldum ungmennafélags- ins í sveitinni. Arngrímur, sá yngsti, er góður íþróttamaður. Hann stundar tals- vert íslenska glímu. Þingeyingar hafa manna best haldið tryggð við þessa gömlu þjóðaríþrótt. - Það er býsna mikil þátttaka í glímunni, segir Arngrímur. Aðal- lega eru það Mývetningar sem stunda hana. Við æfum uppi á Laugum einu sinni til tvisvar í viku. Eftir að hafa notið ríkulegra veitinga Hildar, húsfreyju í Ár- teigi, kveður fréttamaður þessa at- gervisfjölskyldu. Þeir fyrstu sem hann mætti þegar hann kom út á hlað voru sjónvarpsmenn með Magnús Bjarnfreðsson í broddi fylkingar sem voru komnir til að finna Árteigsfólkið. J.J.D. Sumarhús Erum að hefja framleiðslu á sumarhúsum, hentugum fyrir ferðaþjónustu. rlúsin eru hönnuð af Byggingastofnun land- búnaðarins. Tvær stærðir, 37 og 42 fermetrar, stærri gerðin er með svefnlofti. Húsin eru afgreidd á mismunandi byggingarstigi, eftir óskum kaupenda. Ýmsir greiðslu- og lánamöguleikar. Guðmundur Þorgilsson, Sveinn Bjarnason, Sími 96-24896 Sími 96-24926 280 Freyr 7. APRÍL 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.