Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 49
anum en síðan hafi hinn hluti eggs-
ins skipst aftur og Hægri blettur og
Vinstri blettur orðið til úr þeim
hlutum. Endanleg sönnun fyrir að
þetta hafi gerst liggur ekki fyrir en
blóðflokkarannsókn á gripunum
hefði getað sannað það eða afsann-
að.
Ef hér er um eineggja þríkelf-
inga að ræða, er um afar fágætt
fyrirbæri að ræða, staðfesti Jón
Viðar Jónmundsson nautgripa-
ræktarráðunautur. Hins vegar er
ekki mjög fágætt að kýr festi fang
með þremur fóstrum úr fleiri en
einu eggi. í þeim tilfellum er al-
gengt að kýr láti einu eða fleiri
fóstrum eða beri andvana kálfi eða
kálfum.
M.E.
Frá Framleiðsluráði.
Frh. aj'bls. 291.
burð á ástandi svínastofnsins mið-
að við niðurstöður úr skýrsluhaldi
frá búinu að Hamri frá árunum
1981-1983, sem eru einu tiltæku
gögnin um ástand stofnsins frá
fyrri tímum.
Gunnlaugur vann síðan skýrslu
upp úr þessu efni ásamt öðrum
heimildum.
Helstu niðurstöður skýrslanna
eru eftirfarandi:
★ Svínabúum hefur fjölgað veru-
lega á undanförnum árum.
★ Svínaræktin verður æ mikilvæg-
ari fyrir þá bændur sem stunda
hana þar sem bú hafa stækkað.
★ Pátttaka bænda í skýrsluhaldi
er mjög takmörkuð og því erfitt
að gera sér grein fyrir stöðu
greinarinnar og þeim möguleik-
um sem íslenski svínastofninn
býr yfir.
★ Neysla svínakjöts hefur vaxið
verulega hérlendis.
★ íslenskir neytendur eru ánægð-
ir með bragðgæði svínakjötsins,
en neytendur erlendis (Svíþjóð)
kvarta oft yfir þurru og bragð-
lausu kjöti.
★ Fjöldi lifandi grísa í goti er álíka
og í Noregi.
Grípirnir voru afar samrýmdir. Þorleifur íHólum reynir aðfá þá til að stilla sér
upp.
★ Norskar gyltur gjóta að líkind-
um mun sjaldnar en þær ís-
lensku.
★ Grísir eru 70-80 dögum eldri vð
slátrun á fslandi en í Noregi.
★ Sláturvigt er 5-7 kg minni en í
Noregi.
★ Skrokkarnir eru heldur styttri
en fótagerð og heilbrigði fóta
betri.
★ Fituþykkt á hrygg og síðu er
mun meiri á íslenskum grísum
en norskum.
★ Nýting fjárfestinga er lakari á
íslandi en í Noregi.
Orðsending til bænda vegna fast-
eignagjalda
í tengslum við samning Stéttar-
sambands bænda og aðila vinnu-
markaðarins í febrúar sl. var um
það samið að ríkisstjórnin beitti sér
fyrir lækkun fasteignaskatta af úti-
húsum á lögbýlum á þann hátt að
útihús á lögbýlum verði ekki metin
upp með sérstökum fasteignamats-
stuðli heldur fylgi fasteignamat
þeirra almennri verðþróun. At-
hygli er vakin á því að lækkun þessi
nær ekki til íbúðarhúsa á lögbýl-
um.
Víða um land mun álagninu fast-
eignagjalda hafa verið lokið miðað
við uppreiknaðan fasteignamats-
stuðul þegar samkomulagið var
gert og búið að senda álagningar-
seðla til bænda.
Þar sem þannig er ástatt þurfa
bændur að vera vakandi fyrir því
að álagninu fasteignagjalda sé
breytt til samræmis við lækkaðan
álagningarstuðul.
í tengslum við kjarasamningana
var einnig um það samið að lögun-
um um tekjustofna sveitarfélaga
verði breytt á þann veg að í þau
verði bætt heimild fyrir sveitar-
stjórnir til að „lækka eða fella nið-
ur fasteignaskatt af útihúsum í
sveitum ef þau eru einungis nýtt að
hluta eða standa ónotuð“.
Bændum sem eru í þeirri að-
stöðu að geta óskað eftir slíkri
niðurfellingu skatta, er bent á að
snúa sér til viðkomandi sveitar-
stjórnar með beiðni þar um.
Frá Stéttarsambandi bœnda.
7. APRlL 1990
Freyr 289