Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 14
Halldór Þorgeirsson,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Rannsóknirog ákvarðanataka
á sviði gróðurvcrndar
Eftirfarandi erindi var flutt á ráðstefnu sem Félag íslenskra náttúrufrœðinga hélt um
umhverfi, gróðurvernd og landnýtingu á Hótel Holiday Inn 27. febrúar sl. og birtist hér
með góðfúslegu leyfi höfundar. Ritstj.
í þessu erindi mun ég fjalla um
rannsóknir á sviði gróðurverndar
með sérstöku tilliti til ákvarðana-
töku á þessu sviði. Ég mun einnig
fara nokkrum orðum um hugsan-
legan þátt fyrirhugaðs umhverfis-
ráðuneytis í yfirstjórn gróður-
verndarmála.
Hugtakið gróðurvernd hefur
mjög almenna og oft óljósa merk-
ingu. í þessu erindi nota ég hugtak-
ið sem samheiti yfir allar aðgerðir
mannsins til að vernda og bæta þá
auðlind sem felst í gróðri og jarð-
vegi landsins, og til að haga nýt-
ingu á þeirri auðlind þannig að hún
gangi ekki úr sér. Tengd hugtök
eru gróðurnýting, gróðureftirlit og
gróðurbætur. A það ber að leggja
ríka áherslu að gróðurvernd og
gróðurnýting eru ekki í eðli sínu
andstæður. Þetta tvennt getur
mæta vel farið saman þó að beit og
gróðurvernd hafi því miður verið
stillt upp sem andstæðum á undan-
förnum árum.
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins, Rala, (og fyrirrennari henn-
ar Atvinnudeild Háskólans), hefur
unnið að rannsóknum á sviði gróð-
urverndar í rúma þrjá áratugi.
Rannsóknastöð Skógræktar ríkis-
ins á Mógilsá vinnur einnig í aukn-
um mæli að rannsóknum á þessu
sviði. Líffræðistofnun Háskólans,
Náttúrufræðistofnun íslands,
Náttúrufræðistofnun Norður-
lands, og fleiri stofnanir hafa
einnig komið að þessum rannsókn-
Halldór Þorgeirsson.
um. Ég tel ekki ástæðu til að rekja
hér það mikla starf sem þegar hef-
ur verið unnið á þessu sviði. Á
þessum tímamótum er mikilvæg-
ara að líta til framtíðar. Ég mun því
gera að sérstöku umræðuefni sex
svið, sem tengjast sérstaklega
ákvarðanatöku í gróðurvernd, og
brýnast er að vinna að á næstu
árum.
1. Gróður- og jarðakort.
Kortagerð er forsenda skipu-
legra vinnubragða í gróðurvernd
og landnýtingarskipulagi. Mikið
starf hefur verið unnið á þessu
sviði af Landnýtingardeild Rala
undir forystu Ingva Þorsteinsson-
ar. Kortlagningu hálendisins er að
mestu lokið en áætlað er að kort-
lagningu láglendisins mætti ljúka á
næstu tíu árum.
Ég vil vekja athygli ykkar á nýju
korti sem til sýnis er hér frammi.
Það er kort af hluta Fljótsdalshér-
aðs sem unnið var fyrir verkefnis-
stjórn skógræktaráætlunar á
Fljótsdalshéraði. Kortið er unnið
með tilliti til skógræktar og mun
mynda grunn að ræktunaráætlun
vegna nytjaskógræktar þar. Kort
þetta var afhent Verkefnisstjórn-
inni sl. mánudag.
Nú eru að verða þáttaskil í að-
ferðum við kortagerð og korta-
notkun hér á landi. Þar á ég við
tölvuvinnslu á kortum. Tölvu-
vinnsla korta gefur möguleika á
tengingu þeirra við aðrar upplýs-
ingar í tölvuvæddum gagnagrunni.
Samanlagt mynda kortin og gagna-
grunnurinn svonefnt landfræðilegt
upplýsingakerfi, LUK eða GIS
kerfi eins og það er skammstafað á
enskri tungu.
Skipulag ríkisins munu gegna
lykilhlutverki við uppbyggingu
ÉUK-vinnslu á landnýtingarsvið-
inu. Rala, Landgræðsla ríkisins og
Skógrækt ríkisins hafa þegar hafið
samvinnu um beitingu þessara
tækni. Nú í vikunni tók Rala
stefnumarkandi ákvörðun um að
hefja staffærslu gróðurkorta og
hefur fest kaup á hugbúnaði í þeim
tilgangi. Áætlanadeild Skógrækt
ríkisins hefur einnig aflað sér
tækjabúnaðar í þessum tilgangi.
Rannsóknastöðin á Mógilsá hefur
gert upplýsingar unr ræktunarskil-
yrði á hinum ýmsu stöðum á land-
inu aðgengileg með sérstöku land-
kostaforriti.
254 Freyr
7. APRlL 1990