Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 17

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 17
þróunarstarfs og áætlanagerðar en nú er. Mjög hefur dregið úr fram- lögum af fjárlögum til Rala á und- anförnum árum. Nú er svo komið að á sl. ári komu aðeins 46% af fjármagni Landnýtingardeildar af fjárlögum til stofnunarinnar, 8% af landgræðsluáætlun og 46% af styrkfé og fyrir þjónustuverkefni. Rétt er að það komi fram hér að vart hefur orðið tilhneigingar til að skilgreina rannsóknir á þessu sviði, og öðrum sviðum umhverfismála, sem of hagnýtar til að hljóta styrki úr Vísindasjóði, en ekki nægjan- lega tengda nýsköpun í atvinnulíf- inu til að falla innan verksviðs Rannsóknasjóðs Rannsóknaráðs. Þannig hefur í raun myndast tómarúm milli þessara tveggja sjóða sem sjóðstjórnirnar hafa af góðum vilja, en veikum mætti, reynt að fylla. Þennan vanda má leysa með stofnun sérstaks rann- sóknasjóðs á sviði umhverfismála. Hér er um mjög brýnt mál að ræða sem ætti að mínu mati að vera fyrsta skrefið í uppbyggingu um- hverfisrannsókna á vegum hins nýja ráðuneytis. Umhverfisráðuneyti og yfir- stjóm gróðurvemdarmála. Að lokum tel ég rétt að fara nokkrum orðum um skipulag framkvæmdastofnana á gróður- verndarsviðinu og þær spurningar sem vaknað hafa við undirbúning að stofnun umhverfisráðuneytis- ins. Núverandi skipulag Land- græðslu ríkisins og Skógræktar rík- isins hefur um of mótað umræðuna um gróðurverndarmálin í tengsl- um við fyrirhugað ráðuneyti. Eðli- legast virðist í stöðunni að endur- skipuleggja núverandi stofnanir og aðlaga þær þörfum tímans. Að- skilja ber heftingu jarðvegseyðing- ar og uppgræðslu lands annars veg- ar og gróðureftirlit og stjórnun auðlindanýtingarinnar hins vegar. Hér er um tvö aðskilin viðfangs- efni að ræða þó að snertifletirnir séu að sjálfsögðu margir. Gróður- eftirlit og stjórnun auðlindanýting- arinnar myndi falla vel að verk- sviði fyrirhugaðrar umhverfismála- stofnunar, meðan hefting jarð- vegseyðingar og uppgræðsla lands yrði áfram á ábyrgð Landgræðslu ríkisins og landbúnaðarráðuneyt- isins. Á sama hátt virðist eðlilegt að fela umhverfismálastofnuninni eftirlit með ástandi og nýtingu skóglendis á íslandi og skipulag frekari skógræktar í tengslum við almennt landnýtingarskipulag, sem einnig er á verksviði hins nýja ráðuneytis. Á það hefur verið bent að skipt- ing núverandi verksviðs Land- græðslunnar milli tveggja ráðu- neyta hefði fyrst og fremst í för með sér útþenslu á „bákninu". í því sambandi vil ég benda á að Landgræðsla ríkisins er í dag of fáliðuð til að sinna til fullnustu því mikilvæga hlutverki sem henni er falið samkvæmt lögum. Starfs- menn Landgræðslunnar hafa í raun unnið stórvirki miðað við smæð stofnunarinnar. Það er því Frh. á bls. 280. BÆNDUR Tœkin sem þið getið treyst "8 ELFA 4 • GÆÐA TÆKI * i Valin úrvals merki með áratuga reynslu ELFA-OSO ELFA-CTC Hitakútar úr ryðfríu stáli Fjölbrennslukatlar- Olíukatlar - Góð einangrun - Frábœr ending Rafmagnskatlar. Mjög góð Stœrðir 30-50-120-200-300 Itr. hitanýting. Tœknileg ráðgjöf. 4 ELFA-VORTICE Lottrœstvifturfyrirgripahús. Einnig fyrirliggjandi viftur fyrir íbúðarhús - Margar gerðir. Blomberq Heimilistæki Eldavélar - ísskápar - Gufu- gleypar - Þvottavélar - Þurrkar- arog fleira. Hagstœtt verð og góðir greiðsluskilmálar. Leitið upplýsinga. /// Einar Farestveit & Cohf Borgartúni 28, sími (91) 622900. 7. APRÍL 1990 Freyr 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.