Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 16

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 16
Landgrœðsla ríkisins hefur í samvinnu við Rala komið upp frœrœktar- og fræverkunarstöð í Gunnarsholti. Áhersla er lögð á að bœta nýtingu melgresis- fræs ásamt ræktun á fræi af lúpínu, beringspunti og snarrótarpunti. Jón Guðmundsson, sérfræðingur Rala, sem unnið hefur með Landgræðslunni að uppbyggingu stöðvarinnar, stendur hér við fræhúðunarvél. meiri upplýsinga um framleiðslu- getu og beitarþol gróðurs þeirra svæða sem talin eru hæf til beitar. 4. Jarðvegsrannsóknir. Til að ná betri tökum á jarðvegs- vernd þarf að auka rannsóknir á eiginleikum íslensks jarðvegs og jarðvegseyðingu. Rannsaka þarf sérstaklega fokgirni jarðvegsins og þá þætti sem hafa áhrif á hana. Þær rannsóknir sem þegar hafa verið unnar á þessu sviði benda til þess að töluverður breytileiki sé í fok- girni íslensks úthagajarðvegs. Eins er mikill breytileiki í vindálagi og vatnsbúskap. Aukin þekking á þessum þáttum getur gert starf við heftingu sandfoks mun markviss- ara og tengist beint mati á því hvort ákveðið landsvæði sé hæft til beit- ar. 5. Gróðurþróun og umhverfis- þættir. Þegar ákvarðanir eru teknar á sviði gróðurverndar, liggja ávallt að baki ákveðnar forsendum um eiginleika gróðurs, hugsanlega gróðurþróun, gróðurskilyrði og áhrif umhverfisþátta. Oftast eru þessar forsendur hins vegar byggð- ar á reynslu og huglægu mati. Ekki skal gert lítið úr reynslu, en öllum má að vera Ijóst að reynslan ein og huglægt mat ná skamnrt þegar skera á úr um eins mikilvæg mál og hér um ræðir. Þegar hagsmunir og tilfinningar - bóndans eða annarra - blandast inn í hið huglæga mat, lenda málin oft í illleysanlegunr hnút eins og dæmin sanna. Töluverð þekking er fyrir hendi um umhverfisþætti og gróðurskil- yrði varðandi jarðrækt og skógrækt. Fleiri þættir hafa hins vegar áhrif þegar villtur gróður og landgræðsluplöntur eiga í hlut. Þannig er oft erfitt að greina áhrif nýtingarinnar frá áhrifum annarra þátta. Skilgreina þarf betur hvaða gróðurfars og uppskeru má vænta við hinar ýmsu aðstæður. Við höfum ekki nægjanlegan skilning á gróðurþróun við íslensk- ar aðstæður. Upplýsingar skortir um hraða og stefnu gróðurbreyt- inga, um breytileika í tíma og um afleiðingar af inngripi mannsins, svo sem með beit, friðun eða áburðargjöf. 6. Ræktunartækni. Mikið rannsókna- og þróunar- starf hefur verið unnið á undan- förnum árum til að bæta ræktunar- tækni við uppgræðslu lítt gróins og örfoka lands. Enn eru hins vegar miklir möguleikar til að auka ár- angur og varanleika uppgræðsl- unnar. í mörgum tilfellum er þörfin mest fyrir hreina þróunarvinnu og tæknilega útfærslu rannsóknanið- urstaðna. Gott og mikið samstarf er milli Rala og Landgræðslunnar á þessu sviði. Dænri um þetta er fræverkunarstöð í Gunnarsholti sem Landgræðslan og Rala reka í sameiningu. Miklar möguleikar geta falist í öðrum aðferðum til dreifingar fræs og áburðar en hinni hefðbundnu flugvéladreifingu. Dæmi um slíkar aðferðir eru raðsáning, þar sem fræið er fellt niður, og dreifing með kastdreifurum á jörðu niðri. Þó þessar aðferðir séu ekki eins stór- virkar og flugvéladreifing, geta þær verið árangursríkari í sumum tilfellum. Belgjurtir hafa þegar sannað notagildi sitt við landgræðslu. Möguleikar innlendra tegunda svo sem melgresis, víðitegunda og birkis hafa ekki verið nýttir til fullnustu. Ýmsir möguleikar eru einnig á að flýta náttúrulegri gróð- urframvindu, t.d. með því að efla svepprótasmit eða flýta uppsöfnun lífræns efnis í snauðum jarðvegi. Fjármögnim rannsókna á sviði umhverfismála. Ég hef nú gert lauslega grein fyrir áherslusviðum í rannsóknum á sviði gróðurverndar. Áður en lengra er haldið tel ég hins vegar rétt að víkja stuttlega að fjármögn- un þessara rannsókna. Landgræðsluáætlun, sem er sér- stakur Iiður á fjárlögum, hefur gegnt mikilvægu hlutverki í fjár- mögnun þessara rannsókna. Brýnt er að áframhald verði á þeirri fjár- mögnun þegar núverandi áætlun rennur út á næsta ári. Stærri hluti hennar ætti að renna til rannsókna, 256 Freyr 7, APRlL 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.