Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1990, Page 16

Freyr - 01.04.1990, Page 16
Landgrœðsla ríkisins hefur í samvinnu við Rala komið upp frœrœktar- og fræverkunarstöð í Gunnarsholti. Áhersla er lögð á að bœta nýtingu melgresis- fræs ásamt ræktun á fræi af lúpínu, beringspunti og snarrótarpunti. Jón Guðmundsson, sérfræðingur Rala, sem unnið hefur með Landgræðslunni að uppbyggingu stöðvarinnar, stendur hér við fræhúðunarvél. meiri upplýsinga um framleiðslu- getu og beitarþol gróðurs þeirra svæða sem talin eru hæf til beitar. 4. Jarðvegsrannsóknir. Til að ná betri tökum á jarðvegs- vernd þarf að auka rannsóknir á eiginleikum íslensks jarðvegs og jarðvegseyðingu. Rannsaka þarf sérstaklega fokgirni jarðvegsins og þá þætti sem hafa áhrif á hana. Þær rannsóknir sem þegar hafa verið unnar á þessu sviði benda til þess að töluverður breytileiki sé í fok- girni íslensks úthagajarðvegs. Eins er mikill breytileiki í vindálagi og vatnsbúskap. Aukin þekking á þessum þáttum getur gert starf við heftingu sandfoks mun markviss- ara og tengist beint mati á því hvort ákveðið landsvæði sé hæft til beit- ar. 5. Gróðurþróun og umhverfis- þættir. Þegar ákvarðanir eru teknar á sviði gróðurverndar, liggja ávallt að baki ákveðnar forsendum um eiginleika gróðurs, hugsanlega gróðurþróun, gróðurskilyrði og áhrif umhverfisþátta. Oftast eru þessar forsendur hins vegar byggð- ar á reynslu og huglægu mati. Ekki skal gert lítið úr reynslu, en öllum má að vera Ijóst að reynslan ein og huglægt mat ná skamnrt þegar skera á úr um eins mikilvæg mál og hér um ræðir. Þegar hagsmunir og tilfinningar - bóndans eða annarra - blandast inn í hið huglæga mat, lenda málin oft í illleysanlegunr hnút eins og dæmin sanna. Töluverð þekking er fyrir hendi um umhverfisþætti og gróðurskil- yrði varðandi jarðrækt og skógrækt. Fleiri þættir hafa hins vegar áhrif þegar villtur gróður og landgræðsluplöntur eiga í hlut. Þannig er oft erfitt að greina áhrif nýtingarinnar frá áhrifum annarra þátta. Skilgreina þarf betur hvaða gróðurfars og uppskeru má vænta við hinar ýmsu aðstæður. Við höfum ekki nægjanlegan skilning á gróðurþróun við íslensk- ar aðstæður. Upplýsingar skortir um hraða og stefnu gróðurbreyt- inga, um breytileika í tíma og um afleiðingar af inngripi mannsins, svo sem með beit, friðun eða áburðargjöf. 6. Ræktunartækni. Mikið rannsókna- og þróunar- starf hefur verið unnið á undan- förnum árum til að bæta ræktunar- tækni við uppgræðslu lítt gróins og örfoka lands. Enn eru hins vegar miklir möguleikar til að auka ár- angur og varanleika uppgræðsl- unnar. í mörgum tilfellum er þörfin mest fyrir hreina þróunarvinnu og tæknilega útfærslu rannsóknanið- urstaðna. Gott og mikið samstarf er milli Rala og Landgræðslunnar á þessu sviði. Dænri um þetta er fræverkunarstöð í Gunnarsholti sem Landgræðslan og Rala reka í sameiningu. Miklar möguleikar geta falist í öðrum aðferðum til dreifingar fræs og áburðar en hinni hefðbundnu flugvéladreifingu. Dæmi um slíkar aðferðir eru raðsáning, þar sem fræið er fellt niður, og dreifing með kastdreifurum á jörðu niðri. Þó þessar aðferðir séu ekki eins stór- virkar og flugvéladreifing, geta þær verið árangursríkari í sumum tilfellum. Belgjurtir hafa þegar sannað notagildi sitt við landgræðslu. Möguleikar innlendra tegunda svo sem melgresis, víðitegunda og birkis hafa ekki verið nýttir til fullnustu. Ýmsir möguleikar eru einnig á að flýta náttúrulegri gróð- urframvindu, t.d. með því að efla svepprótasmit eða flýta uppsöfnun lífræns efnis í snauðum jarðvegi. Fjármögnim rannsókna á sviði umhverfismála. Ég hef nú gert lauslega grein fyrir áherslusviðum í rannsóknum á sviði gróðurverndar. Áður en lengra er haldið tel ég hins vegar rétt að víkja stuttlega að fjármögn- un þessara rannsókna. Landgræðsluáætlun, sem er sér- stakur Iiður á fjárlögum, hefur gegnt mikilvægu hlutverki í fjár- mögnun þessara rannsókna. Brýnt er að áframhald verði á þeirri fjár- mögnun þegar núverandi áætlun rennur út á næsta ári. Stærri hluti hennar ætti að renna til rannsókna, 256 Freyr 7, APRlL 1990

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.