Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 36

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 36
ÁLYKTUN Búnaðarþing hefur fengið til umsagnar drög að frumvarpi til laga um Búnaðarmálasjóð og framleiðendagjald til Stofnlána- deildarlandbúnaðarins, sem unnin hafa verið af stjórnskipaðri nefnd. Búnaðarsamböndin í landinu og Búnaðarfélag íslands áttu ekki fulltrúa í þessari nefnd, þrátt fyrir óskir þar um, og verður að telja það afar óeðlileg vinnubrögð í máli sem þessu. Búnaðarþing harmar, að í nefndum frumvarpsdrögum er ekki gert ráð fyrir tekjustofni til félagslegrar starfsemi Búnaðarfé- lags íslands, svo sem ályktað hefur verið um á Búnaðarþingi, mál nr. 34 frá 1988. Hins vegar getur Bún- aðarþing eftir atvikum fallist á þær hugmyndir, sem fram koma í fyrir- liggjandi frumvarpsdrögum, með þeim breytingum þó, að hlutur búnaðarsambandanna verði auk- inn, frá því sem þar er gert ráð fyrir, og þau látin greiða sameigin- lega kostnað annars vegar af Bún- aðarþingi og hins vegar af störfum milliþinganefnda Búnaðarþings. Því leggur Búnaðarþing til, að gerðar verði eftirfarandi breyting- ar á 4. grein frumvarpsdraganna: % gr. af flokki B skv. 2. gr. Til búnaðarsambanda verði 0.575 Til Stofnlánadeildar land- búnaðarins verði 0.175 Búnaðarþing felst ekki á, að hægt sé með reglugerð að ákveða gjald skv. f. lið í flokki B í 2. gr. frumvarpsdraganna. Því verði nefndur f. liður í flokki B, settur sem c. liður í flokki A. Þá telur Búnaðarþing, varðandi gjaldtöku skv. C-lið 2. greinar frumvarpsdraganna, að tryggja beri greiðslur til Lífeyrissjóðs bænda. Einnig telur Búnaðarþing, að ekki beri að taka gjald af riðu- bótum, nema til Lífeyrissjóðs bænda. Búnaðarþing álítur nauð- synlegt, að festa beri tekjustofn búnaðarsambandanna, þannig að ákvæði 4. greinar frumvarpsdrag- anna um árlega tilkynningaskyldu vegna gjaldtöku til búnaðarsam- bandanna falli niður. Eftir standi tilkynningaskylda vegna gjaldtöku til búgreinasambanda skv. sömu grein.“ Erindi Fjárhagsnefndar um sam- eining Búnaðarfélags Islands og Framleiðsluráðs landbúnaðarins ÁLYKTUN Búnaðarþing 1990 samþykkir að óska eftir við stjórnir Búnaðarfé- lags íslands og Framleiðsluráðs landbúnaðarins að fram fari við- ræður milli þessara stofnana um möguleika á sameiningu þeirra eða náinni samvinnu. Jarðræktarnefnd: Bjarni Guðráðsson, formaður, Jón Kristinsson, ritari, Egill Jónsson, Einar Þorsteinsson, Jósep Rósinkarsson. Erindi Búnaðarsambands Austur- lands um heftingu landbrots og varnir gegn ágangi straumvatna ÁLYKTUN Búnaðarþing 1990 leggur mikla áherzlu á, að hraðað verði bygg- ingu varnargarða þar sem straum- vötn brjóta land og eyða gróður- lendi. Því skorar Búnaðarþing á land- búnaðarráðherra og fjárveitinga- nefnd Alþingis að hlutast til um að veitt sé aukið fjármagn til þessa brýna verkefnis. GREINARGERÐ A fjárlögum þessa árs eru veittar kr. 24 milljónir til varnargarða og eftir skerðingarákvœði lœkkað í 22 milljónir. Mál þetta barst frá Bún- aðarsambandi Austurlands þar sem lýst er áhyggjum vegna skemmda frá fallvötnum. Er veitt um 4 milljónum til vatnavarna á Austurlandi en kostnaðaráœtlun til að fyrirbyggja skemmdir í þessum landshluta erkr. 48 milljónir. Nú er vitað að þörf er mikilla aðgerða á þessu sviði í öðrum landshlutum. Víðar er varnarstarfmjög brýnt, og seint mun vinnast þetta mjög þýð- ingarmikla starf ef fjárveitingar verða ekki auknar verulegafrá því, sem nú er. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47 16. apríl 1971 um náttúruvernd, lögum nr. 20 30. apríl 1986 um Siglingamálastofn- un ríkisins og ýmsum lögum, er varða yfirstjórn umhverfismála ÁLYKTUN Búnaðarþing skorar á Alþingi að vanda betur undirbúning og val á þeim verkefnum, sem umhverfis- ráðuneyti er ætlað að vinna. Þingið leggur ríka áherzlu á, að atvinnuvegirnir beri ábyrgð á starf- semi sinni gagnvart umhverfinu, undir eftirliti umhverfisráðuneytis eða stofnana, sem lúta stjórn þess. Þar sem þessara grundvallar- sjónarmiða hefur ekki verið gætt og mikill ágreiningur er um málið í þjóðfélaginu, leggur Búnaðarþing eindregið til, að málið verði athug- að nánar og reynt að ná um það sátt. Verði Alþingi ekki við þessari ósk treystir Búnaðarþing því, að eftirfarandi breytingar verði gerð- ar á frumvarpinu: Niður falli orðin „vinna að gróð- urvernd og" í 1. mgr. 1. greinar frumvarpsins og einnig falli niður orðin „verndun og “ í 2. mgr. sömu greinar. Ennfremur falli niður sfð- asta málsgrein 1. greinar „þrátt fyrir ákvæði laga um landgræðslu - o.s.frv. til loka greinarinnar. GREINARGERÐ Við athugun á þessu máli í Búnað- arþingi varð fulltrúum þess Ijóst, að í þessu frumvarpi um tilfœrslur verkefna milli ráðuneyta eru ákvœði, sem munu leiða tilþess, að dómi þingsins, að starfsemi stofn- ana sem að hluta eru fœrðar undir nýja húsbœndur, verður ómarkviss 276 Freyr 7. APRlL 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.