Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 45

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 45
nokkuð með aldri kúnna. Ekki er til fulls vitað hvað veldur, en þó er helst hallast að því að flestar kýr hafi oftar en einu sinni fengið væga júg- urbólgu án þess að hennar yrði vart, og þó svo að kýrnar hafi staðið hana af sér standi þær eftir með hærri frumutölu. Það er einnig álitið að þessi þáttur vegi þyngra á búum þar sem mikið er um júgurbólgu. 4) Kúakyn: Erlendis hafa menn fundið mun á frumutölu mill- um kúakynja . í umræðunni um háa frumutölu í innleggsmjólk hérlendis hafa menn oftlega gripið til ofan- greindra skýringa til að leita svara við því hvers vegna frumutala er hærri hér en í nágrannalöndum okkar. Án efa er hluta ástæðunnar að finna þar, en kannanir á vegum Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðar- ins benda til þess að á þeim búum þar sem frumutalan liggur yfir 500.000/ml (landsmeðaltal árið 1989, 491.000 /ml) sé aðalástæðan júgurbólga. Sem fyrr segir er frumutala mæld í öllum mjólkursýnum sem send eru inn til RM til efnagrein- inga. Það eru sýni úr einstökum kúm frá skýrslufærðum búum hjá BÍ (tvisvar sinnum í hverjum árs- fjórðungi) og eins tanksýni frá öll- um innleggjendum. Frumutala einstakra kúa: Þessi mæling nýtist bændum og dýra- læknum til að meta júgurhreysti kúnna. Varast ber að líta einungis á einstakar niðurstöður, heldur meðaltal fleiri mælinga. Ef margar kýr í fjósi standa með háa frumu- tölu er nauðsynlegt að leita ráða hjá dýralækni og mjólkureftirlits- manni viðkomandi samlags um úr- bætur. Frumutala í tankmjólk: Þessi mæling segir til um almennt júgur- heilbrigði hjarðarinnar. Strangt til tekið gefur hún einungis hugmynd um tíðni dulinnar júgurbólgu, þar sem samkvæmt reglugerð má ekki selja mjólk úr kúm sem hafa sjáan- lega júgurbólgu og slík mjólk á því ekki að fara í tankinn. Með þessari mælingu gefst mjólkursamlögum og héraðsdýralæknum tækifæri til að meta gæði hrámjólkurinnar frá hverjum framleiðenda. í ná- grannalöndum okkar austan hafs sem vestan er öll innleggsmjólk flokkuð eftir frumutölu. Slík flokkun hefur ekki enn sem komið er verið tekin upp hérlendis, en fastlega má gera ráð fyrir að svo verði innan skamms. Frumutalning: 1) Elektrónísk mæling. Þessi mælingaraðferð er notuð á RM og hún er mikið til sjálfvirk. Vélbúnaðurinn kemur frá Danmörku og nefn- ist Fossomatic. í mjólkursýnin er blandað litarefni (ethidium bromid) sem hvarfast við kjarnaefnið (DNA) í frumun- um þannig að það myndast fluóríserandi efni. Hver kjarni birtist því sem Iýsandi eind í sérstakri smásjá sem telur þessar eindir. Þar sem hver fruma hefur einn kjarna fæst með þessu fjöldi fruma í hverj- um ml mjólkursýnisins. 2) Handvirk smásjártalning: Þessi talningaraðferð er einnig notuð á RM, en þá aðallega til að greina í sundur hvítu blóð- kornin, en það getur gefið vís- bendingar um m.a. á hvaða stigi júgurbólgan er í viðkom- andi júgurhluta. 3) Schalms prufa (CMT) eða bláprufa: Margir bændur kannast án efa við þetta próf, þar sem hægt er að beita því heima í fjósi. Með þessari að- ferð fæst óbein mæling á fjölda frumaíhverjum spena. Mjólk- að er úr hverjum spena í þar til gerða skál og jafnmiklu af prufuvökva blandað saman við. í prufuvökvanum er lútur og yfirborðsvirkt efni sem hvarfast við kjarnaefni frumunnar. Ef frumufjöldinn er innan eðlilegra marka, þ.e. færri en 200.000/ml gerist ekk- ert, en eftirþvísemþeimfjölg- ar myndast útfelling, og þegar frumufjöldinn er kominn yfir 800.000/ml myndast hlaup. Aðferðin er fljótleg og tiltölu- lega auðveld, en varast ber þó að nota hana umhugsunarlaust þar sem hún er ekki nákvæm. Breytingará efnasamsetningu mjólkurviðjúgurbólgu Við júgurbólgu skaðast mjólkur- myndandi vefur og æðakerfi júg- ursins. Þetta veldur röskun á efna- samsetningu mjólkurinnar. Fita: Fitumagnið minnkar lítil- lega, en nokkur breyting verður einnig á samsetningu fitunnar. Ómettuðum stuttum fitusýrum fjölgar þannig að bragð mjólkur- innar er ekki stöðugt. Prótein: Ostapróteinið (kasein- ið) í mjólkinni minnkar við júgur- bólgu, en mysuprótein eykst, þannig að heildarpróteinmagnið er næstum óbreytt. En sökum þess að ostapróteinmagnið minnkar, verð- ur nýting mjólkurinnar lakari í ostagerð. Auk þess verða gæði ostsins minni. Mjólkursykur (Laktósi): Mjólk- ursykurinn myndast eins og fita og ostaprótein í júgrinu sjálfu og magn hans minnkar við júgur- bólgu. Við það minnkar svokallað- ur osmótískur þrýstingur í mjólk- urhólfunum og mjólkinni, sem hef- ur það í för með sér að minni vökvi dregst inn í júgrið úr blóðrásinni og þar með lækkar nytin. Jónir: Natríum-, klór- og kalsí- umjónum fjölgar, þannig að mjólkin verður sölt á bragðið. Aukið salt- magn í mjólkinni leiðir síðan til þess að rafleiðni mjólkurinnar eykst, en þetta hafa menn notfært sér og mælt með sérstökum tækj- um. Af þessu sést að fyrir utan það að júgurbólgumjólk getur verið heilsuspillandi þá er hún lélegt hrá- efni. 7. APRÍL 1990 Freyr 285
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.