Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 20
í því sambandi bendir þingið á
að gerð verði sú breyting á reglu-
gerð nr. 245 frá 31. des. 1963, að
búnaðarsamböndin komi í tölu
þeirra félaga, sem þar eru talin upp
og almennt eru undanþegin tekju-
og eignaskatti.
Þingið bendir sérstaklega á, að
búnaðarsamböndin eru sambönd
búnaðarfélaganna og þær einingar
sem mynda Búnaðarfélag íslands.
Því hljóta að gilda sömu ákvæði um
þau hvað skattskyldu varðar og
tilgreind félög, og verði a.m.k.
ekki skattlögð á meðan þau stunda
ekki aðra atvinnustarfsemi en þá,
sem þjónar tilgangi þeirra, þ.m.t.
rekstur tilraunabúa, og eiga ekki
aðrar eignir en þær, sem nauðsyn-
legar eru fyrir starfsemi þeirra.
Benda má á, að búnaðarsam-
böndin vinna mikla þjónustu við
framkvæmd laga fyrir ríkið.
Búnaðarþing skorar á landbún-
aðarráðherra og hlutast til um
framgang þessa máls.
Frumvarptil laga um Abyrgðadeild
fiskeldislána
ÁLYKTUN
Búnaðarþing mælir með lögfest-
ingu frumvarps til laga um
Ábyrgðadeild fiskeldislána, 256.
mál 112. löggjafarþings.
Við lögfestingu á frumvarpinu
verði sérstaklega athugað hvort
ekki sé nauðsyn að hækka heimild
um ríkisábyrgð úr 37,5%, þar sem
ætla má að slík rýmkun á heimild-
inni gæti leyst vanda fleiri fiskeldis-
fyrirtækja á raunhæfan hátt.
Þá leggur þingið til að ábyrgðin
gildi í 8 ár í stað 6 í því formi sem
frumvarpið gerir ráð fyrir.
Búnaðarþing bendir á 5. gr.
frumvarpsins, sem kveður á um
stjórn Ábyrgðadeildarinnar. Þar
kemur meðal annars fram að stjórn
deildarinnar beri að framkvæma
ítarlegt mat á stöðu og rekstrarör-
yggi viðkomandi fyrirtækja, og fyr-
irtæki komi því aðeins til álita við
veitingu sjálfskuldaábyrgða að
grundvöllur teljist vera fyrir rekstri
þeirra til lengri tíma litið.
Þingið telur að þessi ákvæði 5.
gr. geti veitt tryggingu fyrir því
aðhaldi sem þörf er á um veitingu
ríkisábyrgða í þessu efni.
Erindi Birkis Friðbertssonar um
bætta réttarstöðu bænda til nytja
vegna kvikfjárræktar
ÁLYKTUN
Búnaðarþing 1990 beinir því til
landbúnaðarráðherra að hann setji
með reglugerð nánari ákvæði um
framkvæmd jarðalaga, eins og
fram er tekið í 71. gr. laga nr. 65/
1976.
GREINARGERÐ
/ reglugerðum er nánar kveðið á
um framkvœmd laga og túlkunar
þeirra.
Jarðalögin hafa ekki þá sérstöðu
að reglugerð með þeim sé óþörf.
Túlkun laga er varða réttarstöðu
atvinnugreina og eignarréttar þarf
að vera skýr og ífullu samrœmi við
tilgang laganna.
Astœða er til þess að óska fyrr-
greindrar reglugerðar þar sem nú er
sérstök áhersla lögð á að íslenskur
landbúnaður verði hagkvæmari.
íþvísambandi verður ekkigeng-
iðfram hjáþvíað á ýmsum jörðum
vœri hœgt að auka hagrœðingu,
einkum hvað varðar ræktun og
heyöflun, með því að eignarhald
eða nytjaréttur til heyöflunar og
beitar á viðkomandi jörð vœri á
hendi þess eða þeirra sem stunduðu
þær greinar sem byggja á framan-
greindum landsnytjum.
Vissum landshlutum sem nú eiga
í vök að verjast er þeim mun hœtt-
ara af framangreindum orsökum
sem ræktunarland er þar oft tak-
markaðra og jarðir hafa ef til vill
brytjast meira niður en annars stað-
ar, meðal annars vegna arfaskipta
eftir brottflutning.
Erindi endurskoðenda reikninga
Búnaðarfélags Islands um ráðstöf-
un sjóðaleifa ræktunarsambanda
vegna fyrninga
ÁLYKTUN
Búnaðarþing leggur til að inn-
eignir ræktunarsambanda vegna
fyrningasjóða, sem nú er í vörslu
Búnaðarfélags íslands, verði af-
hentar hlutaðeigandi ræktunar-
samböndum, en búnaðarsam-
böndum, þar sem ræktunarsam-
bönd eru ekki lengur starfandi.
Erindi Jóseps Rósinkarssonar um
stimplun kjöts við heilbirgðisskoð-
un
ÁLYKTUN
að selja framleiðslu sína á svo-
nefndum útimörkuðum.
Þingið væntir þess að fram-
komnar reglugerðartillögur séu
ekki í ósamræmi við lög.
Reynist ekki stoð í lögum fyrir
framsettum tillögum skorar Bún-
aðarþing á landbúnaðarráðherra
að vinna hið fyrsta að nauðsynlegri
lagabreytingu.
Búnaðarþing beinir því til yfir-
dýralæknis og yfirkjötmats ríkis-
ins, að hlutast til um, að stimplun á
kjöti verði framvegis hagað þannig
að fram komi frá hvaða ári fram-
leiðslan er og af hvaða gæðaflokki.
Erindi Sigurðar Þórólfssonar, Jóns
Hólm Stefánssonar, Jóns Guð-
mundssonar og Bjarna Guðráðs-
sonar um heilbrigði í umhverfi á
bújörðum og verndun lífríkis
ÁLYKTUN
Búnaðarþing telur brýnt að nú
þegar verði snúist til varnar gegn
útbreiðslu á sýkingu vegna
Salmonellasmits og fleiri sýkinga
af völdum smitbera vegna lélegrar
umhirðu sorphauga, fiskúrgangs,
úrgangs frá sláturhúsum og ófull-
nægjandi frágangs við frárennsli
o.fl.
Því leggur þingið áherslu á að
gert verði skipulegt átak til kynn-
ingar og fræðslu um land allt varð-
andi þetta mál.
Þingið beinir því til búnaðar-
sambandanna að hlutast til um að
héraðsnefndir einstakra héraða,
að þær gangist fyrir fræðslu og
kynningarfundum um þessi mál og
260 Freyr
7, APRÍL 1990