Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 9
Búnaðarþing 1990
afgreiddi 34 ályktanir. Meðal helstu mála sem
fjallað var um á þessu þingi má nefna félagsmál eða
skipulagsmál landbúnaðarins, en þau mál eru enn
mjög í deiglunni. Bókhaldsmál bænda voru mikið
rædd. Einnig endurskoðun Iaga um sjóðagjöld
landbúnaðarins og þar með fjárhagsmál búnaðar-
sambandanna og Búnaðarfélag Islands. Út úr
þeirri skoðun er enn ekki komin nein ákveðin
niðurstaða. Tillaga um að fjölga stjórnarmönnum
Búnaðarfélags íslands úr 3 í 5 og kjósa þá eftir
ákveðinni reglu úr öllum landsfjórðungum var
felld. Enn má nefna þingmál sem snertu náttúru-
vernd, gróður- og landnýtingarmál og síðast en
ekki síst atvinnustöðu sveitakvenna.
Rannsókn á hollustu
mjólkurvara
Osta- og smjörsalan sf. hefur ákveðið að láta
rannsaka hugsanlega mengunarþætti í framleiðslu-
umhverfi mjólkur og mjólkurafurða hér á landi.
Leitað hefur verið til Þorkels Jóhannessonar for-
stöðumanns Rannsóknastofu í lyfjafræði við
Háskóla íslands um að mæla magn hættulegra
þungmálma í mjólkurvörum, svo sem blýs, kvika-
silfurs og kadmíums, sem og leifa af klórkolefna-
samböndum en í þeim flokki eru m.a. ýmsar
tegundir skordýraeiturs. Þá verða kannaðar leifar
af Iyfjum í mjólkurafurðum, sem og af þvottaefni
og dioxin.
Nú þegar fara fram reglubundnar rannsóknir á
frumutölu í mjólk og almennar gerlarannsóknir.
Tilgangur með þessum rannsóknum er að fá
staðfest það orð sem fer af íslenskum mjólkurvör-
um um hreinleika og hollustu. Um þessar mundir
fara fram víðtækar samningaviðræður viðskipta-
bandalaga um aukið frelsi í viðskiptum, þ.á m. um
landbúnaðarvörur. Komist það á hvað varðar
mjólkurvörur þurfa framleiðendur íslenskra
mjólkurvara að geta sýnt fram á gæði framleiðslu
sinnar, bæði gagnvart innflutningi hliðstæðra er-
lendra vara sem og útflutningi íslenskra mjólkur-
vara, en víða fæst verulega hærra verð, 30-40%,
fyrir vörur með gæðastimpli.
7. APRÍL 1990
Vaxandi tekjur af ferða-
þjónustu landsmanna
Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu íslendinga eru
hátt í 10 milljarða króna á ári, eða um 10% af öllum
gjaldeyristekjum af útfluttri vöru og þjónustu við
erlenda menn. Þeir sem vinna við hótel- og veit-
ingarekstur eru um 3% af mannafla á vinnumark-
aði hér á landi.
Evrópuráðið á móti því að
bændum fækki
Þing Evrópuráðsins hefur beint þeirri ályktun til
ríkisstjórna þeirra sem aðild eiga að því að stein-
hætta að leggja bændabýli í eyði og land í tröð.
Ályktunin er túlkuð sem ótvíræð skilaboð til Evr-
ópubandalagsins vegna aðgerða þess við að leggja
niður búskap á jörðum. Telur Evrópuráðið að taka
verði meira tillit til matarskortsins í Austur-Evr-
ópu, til fólksfjölgunar í heiminum, til þess hve
eyðimerkur fara stækkandi og jarðvegur eyðist og
til umhverfismála - heldur en til umframfram-
leiðslu í löndum Evrópubandalagsins.
Nýtt frumvarp til dýra-
verndunarlaga frá EB
Bondebladet segir frá frumvarpi um dýravernd frá
Evrópubandalaginu. Verði þær að lögum muni
það hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir svína-
bændur. I frumvarpinu er m.a. mælt svo fyrir að
gyltur fái að ganga lausar í a.m.k. mánuð. Enn-
fremur verður að ætla sláturgrísum lágmarksgólf-
flöt og þess krafist að þeir fái nauðsynlegan undir-
burð á gólfið og sýnist hér ekki fram á mikið farið.
Danir hafa reiknað út að verði frumvarpið að
lögum muni það kosta þá 19,6 milljarða ísl. kr. og
auka framleiðslukostnað um 370 kr. á hvert kg.
Freyr 249