Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 21
Fráfundi í Búnaðarþingi: Nœstirsitja Gunnar Sœmundsson, Einar Þorsteins-
son ogJón Guðmundsson (Ljósm. J.J.D.)
leiti í því sambandi til eftirtalinna
aðila:
1. Hollustuverndar ríkisins.
2. Embættis yfirdýralæknis
3. Embættis landlæknis.
4. Embættis veiðistjóra.
Erindi Jóns Hólm Stefánssonar um
dreifingu og sölu á kartöflum og
grænmeti
ÁLYKTUN
Búnaðarþing mælir með að stað-
festar verði tillögur að reglugerð
um afurðastöðvar fyrir kartöflur,
nýtt grænmeti og sveppi, sem fyrir
liggja á þskj. 55, með þeirri breyt-
ingu, að inn komi ákvæði sem
heimila framleiðendum grænmetis
að selja framleiðslu sína á svo-
nefndum útimörkuðum.
Þingið væntir þess að fram-
komnar reglugerðartillögur séu
ekki í ósamræmi við lög.
Reynist ekki stoð í lögum fyrir
framsettum tillögum skorar Bún-
aðarþing á landbúnaðarráðherra
að vinna hið fyrsta að nauðsynlegri
lagabreytingu.
Erindi Egils Jónssonar um vanda
loðdýrabænda
ÁLYKTUN
Búnaðarþing bendir á að nú
stendur yfir athugun á því að
breyta lausaskuldum loðdýra-
bænda á grundvelli laga þar um.
Þessi athugun er nú að komast á
lokastig.
Þingið leggur mikla áherslu á að
þar sem erfiður fjárhagur hindrar
uppgjör lausaskulda, verði leitað
allra leiða til lausnar þeim vanda,
m.a. með tilstuðlan Jarðasjóðs.
Þingið bendir sérstaklega á að
málefni og staða fóðurstöðvanna
hefur ekki verið tekin til meðferð-
ar á sama hátt og einstaklinganna.
Því kann svo að fara, að vandi
fóðurstöðvanna komi í veg fyrir að
aðrar úrlausnir komi að gagni.
Búnaðarþing skorar því á
ríkisstjórn og Álþingi að hlutast nú
þegar til um það að vandi fóður-
stöðvanna verði leystur á raunhæf-
an hátt.
Jafnframt skorar þingið á land-
búnaðarráðherra, Búnaðarfélag
íslands og Stéttarsamband bænda
að fylgja þessu máli fast eftir.
Búfjárræktar
nefnd
Magnús Sigurðsson, formaður,
Guttormur V. Pormar, ritari,
Erlingur Arnórsson,
Jóhann Helgason,
Jón Ólafsson, varaformaður.
Varamaður Magnúsar Sigurðs-
sonar,
Þorsteinn Þorsteinsson,
starfaði í nefndinni í forföllum
Magnúsar.
Tillaga til þingsályktunar um kyn-
bótastöð fyrir laxfiska, 50. mál
112. löggjafarþings
ÁLYKTUN
Búnaðarþing ítrekar fyrri af-
greiðslu sína og mælir eindregið
með samþykkt þingsályktunar Al-
þingis um kynbótastöð fyrir lax-
fiska með þeirri breytingu að orð-
inu laxfiska verði breytt í eldis-
fiska.
GREINARGERÐ
Á Búnaðarþingi 1989 var lögð
fram til umfjöllunar þingsályktun-
artillaga um kynbótastöð fyrir eld-
islax, 36. mál 111. löggjafarþings.
Búnaðarþing samþykkti þingsá-
lyktunartillöguna með einni breyt-
ingu: Orðinu eldislax var breytt í
orðið eldisfisk.
Erindi Búnaðarsambands Suður-
Þingeyinga um endurskoðun laga
um sauðfjárbaðanir
ÁLYKTUN
Búnaðarþing telur sjálfsagt, að
komið sé til móts við óskir mjög
margra fjárbænda um endurskoð-
un laga um sauðfjárbaðanir. Verði
við þá endurskoðun metið, hvort
vænlegra sé til árangurs um útrým-
ingu óþrifa á fénaði að fara þá leið,
sem nú er í lögum, eða þá, að
hvergi sé baðað nema héraðsdýra-
læknir hafi staðfest óþrif í fé á
viðkomandi svæði, svo sem Bún-
aðarsamband Suður-Þingeyinga
telur skynsamlegt.
Búnaðarþing beinir því til bún-
aðarsambanda að gangast fyrir
því, hvert á sínu svæði, að sótt
verði um undanþágu frá skyldu-
böðun í tæka tíð, séu forsendur til
þess fyrir hendi.
7, APRlL 1990
Freyr 261