Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 21

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 21
Fráfundi í Búnaðarþingi: Nœstirsitja Gunnar Sœmundsson, Einar Þorsteins- son ogJón Guðmundsson (Ljósm. J.J.D.) leiti í því sambandi til eftirtalinna aðila: 1. Hollustuverndar ríkisins. 2. Embættis yfirdýralæknis 3. Embættis landlæknis. 4. Embættis veiðistjóra. Erindi Jóns Hólm Stefánssonar um dreifingu og sölu á kartöflum og grænmeti ÁLYKTUN Búnaðarþing mælir með að stað- festar verði tillögur að reglugerð um afurðastöðvar fyrir kartöflur, nýtt grænmeti og sveppi, sem fyrir liggja á þskj. 55, með þeirri breyt- ingu, að inn komi ákvæði sem heimila framleiðendum grænmetis að selja framleiðslu sína á svo- nefndum útimörkuðum. Þingið væntir þess að fram- komnar reglugerðartillögur séu ekki í ósamræmi við lög. Reynist ekki stoð í lögum fyrir framsettum tillögum skorar Bún- aðarþing á landbúnaðarráðherra að vinna hið fyrsta að nauðsynlegri lagabreytingu. Erindi Egils Jónssonar um vanda loðdýrabænda ÁLYKTUN Búnaðarþing bendir á að nú stendur yfir athugun á því að breyta lausaskuldum loðdýra- bænda á grundvelli laga þar um. Þessi athugun er nú að komast á lokastig. Þingið leggur mikla áherslu á að þar sem erfiður fjárhagur hindrar uppgjör lausaskulda, verði leitað allra leiða til lausnar þeim vanda, m.a. með tilstuðlan Jarðasjóðs. Þingið bendir sérstaklega á að málefni og staða fóðurstöðvanna hefur ekki verið tekin til meðferð- ar á sama hátt og einstaklinganna. Því kann svo að fara, að vandi fóðurstöðvanna komi í veg fyrir að aðrar úrlausnir komi að gagni. Búnaðarþing skorar því á ríkisstjórn og Álþingi að hlutast nú þegar til um það að vandi fóður- stöðvanna verði leystur á raunhæf- an hátt. Jafnframt skorar þingið á land- búnaðarráðherra, Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda að fylgja þessu máli fast eftir. Búfjárræktar nefnd Magnús Sigurðsson, formaður, Guttormur V. Pormar, ritari, Erlingur Arnórsson, Jóhann Helgason, Jón Ólafsson, varaformaður. Varamaður Magnúsar Sigurðs- sonar, Þorsteinn Þorsteinsson, starfaði í nefndinni í forföllum Magnúsar. Tillaga til þingsályktunar um kyn- bótastöð fyrir laxfiska, 50. mál 112. löggjafarþings ÁLYKTUN Búnaðarþing ítrekar fyrri af- greiðslu sína og mælir eindregið með samþykkt þingsályktunar Al- þingis um kynbótastöð fyrir lax- fiska með þeirri breytingu að orð- inu laxfiska verði breytt í eldis- fiska. GREINARGERÐ Á Búnaðarþingi 1989 var lögð fram til umfjöllunar þingsályktun- artillaga um kynbótastöð fyrir eld- islax, 36. mál 111. löggjafarþings. Búnaðarþing samþykkti þingsá- lyktunartillöguna með einni breyt- ingu: Orðinu eldislax var breytt í orðið eldisfisk. Erindi Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga um endurskoðun laga um sauðfjárbaðanir ÁLYKTUN Búnaðarþing telur sjálfsagt, að komið sé til móts við óskir mjög margra fjárbænda um endurskoð- un laga um sauðfjárbaðanir. Verði við þá endurskoðun metið, hvort vænlegra sé til árangurs um útrým- ingu óþrifa á fénaði að fara þá leið, sem nú er í lögum, eða þá, að hvergi sé baðað nema héraðsdýra- læknir hafi staðfest óþrif í fé á viðkomandi svæði, svo sem Bún- aðarsamband Suður-Þingeyinga telur skynsamlegt. Búnaðarþing beinir því til bún- aðarsambanda að gangast fyrir því, hvert á sínu svæði, að sótt verði um undanþágu frá skyldu- böðun í tæka tíð, séu forsendur til þess fyrir hendi. 7, APRlL 1990 Freyr 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.