Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 46
Óttar Geirsson,
jarðræktarráðunautur.
Kalktegundirtil að bera á tún
Þegar jarðvegssýni eru tekin úr túnum og þau send til rannsóknar á efnarannsóknastofu
kemur oft í Ijós að jarðvegurinn er ofsúr til að nytjaplöntur geti skilað fullum afrakstri og
því er ráðlagt að bera kalk á túnið. Þá vaknar sú spurning, hvaða kalkgjafa á að nota og
hvaða kalkgjafar standa til boða?
Kalkgjöfum þeim sem bændur
hafa úr að velja hér á landi má í
grófum dráttum skipta í tvo
flokka. Annars vegar er kalk, þ.e.
skeljasandur af sjávarbotni eða úr
fjörum, malaðar skeljar eða inn-
flutt jarðvegskalk og hins vegar
áburður sem í er mismikið af frum-
efninu kalsíum, Ca. Kalk úr fyrri
flokknum má fá víða, en Sements-
verksmiðja ríkisins á Akranesi afl-
ar skeljasands af sjávarbotni til
framleiðslu sinnar og hefur verið
aflögufær. Hún hefur verið stærsti
söluaðili á skeljasandi hér á landi.
Áburðarverksmiðjan í Gufunesi er
hins vegar eini söluaðilinn að hin-
um flokknum, en hefur einnig til
sölu kalk úr fyrri flokknum, t.d.
áburðarkaik.
Til að einfalda umræðuna tek ég
aðeins þær áburðartegundir með
sem í er meira en 10% af kalsíum
en þær eru tvær eða Magni 2 og
kalksaltpétur. í Græði-tegundun-
um er minna kalsíum en hverfur
brott með uppskerunni ár hvert,
svo að þær gera ekki betur en að
halda kalkmagni j arðvegsins við og
ekki það.
Ef litið er á töfluna sem fylgir
hér með kemur í ljós að það eru
aðeins 2-3 þeirra tegunda, sem þar
eru taldar sem kemur til greina að
nota sem kalkgjafa í tún. Með
áburðartegundunum Magna og
kalksaltpétri kemur svo mikið
köfnunarefni, ef borið er á eðlilegt
eða nauðsynlegt kalkmagn, að
gróðurinn lifði það ekki af. Sama
Óttar Geirsson.
má segja um tröllamjöl og Perlka,
þannig að ekkert af þessum efnum
kemur til greina að velja sem kalk-
gjafa. Það er þó í þeim töluvert
kalk og sumum mikið. Þær kalk-
tegundir sem kemur til greina að
nota til að hækka sýrustig í of
súrum jarðvegi eru því:
Skeljasandur
Áburðarkalk
Hörpuskel (malaðar skeljar)
Innflutt jarðvegskalk
Dólomitkalk
Skeljasandur hefur bæði í til-
raunum hér á landi og erlendis
reynst ámóta góður kalkgjafi og
miklu fínna kalk unnið úr kalk-
steini með því að mala hann. Það
hefur vakið undrun ýmissa að
skeljasandur, sem er úr skeljabrot-
um og þörungum, skuli hafa sömu
kalkáhrif og fínmalaður kalksteinn
(kalkmjöl). Kalksteinninn er
myndaður úr skeljasandi, sem hef-
ur safnast sem set á hafsbotni, um-
breystt þar í berg og iðulega risið
úr sæ við landris eða fellinganrynd-
anir. Mismunur á aldri kann að
vera einhver skýring á því að lítið
yfirborð sandsins miðað við kalk-
mjölið skuli ekki valda meiri mis-
mun á verkun en raun er á. Skelja-
sandur í fjörum hér á landi er oftast
blandaður meira eða minna af
basaltsandi. Kalkmagnið er að
sjálfsögðu háð hreinleika sandsins.
Eftir því sem meira er af basalt-
sandi saman við skeljasandinn, því
meira þarf að bera á af sandinum
til að fá sömu verkanir.
Áburðarkalk er skeljasandur
sem hefur verið sigtaður og korn-
aður. Við kornunina er notað
köfnunarefni, þannig að í áburðar-
kalki er nokkurt köfnunarefni, oft-
ast um 5%. Kalkverkanir áburðar-
kalks og skeljakalks eru þær sömu,
en köfnunarefnið getur ýmist verið
til bóta eða baga. Ef ekki þarf að
nota nema lítið kalkmagn til að
leiðrétta sýrustigið, 14—1 tonn á ha,
kemur köfnunarefnið sem viðbót
við köfnunarefni í áburði, ef kalkið
er borið á að vorinu eða milli
slátta. Ef nota þarf mikið kalk eins
og oft er, kemur allt of mikið köfn-
unarefni í jarðveginn og það getur
valdið skaða á gróðri, a.m.k. árið
sem kalkað er.
Áburðarkalk er miklu dýrara en
skeljasandur vegna sigtunar, korn-
286 Freyr
7. APRlL 1990