Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 18
Halldór Runólfsson, dýralæknir,
Heilbrigðiseftirliti Hollustuverndar ríkisins
Mjólkurrcglugcrðin og nýlcg
brcyting á hcnni
Um síðustu áramót tók gildi breyting á reglugerð um mjólk og mjólkurvörur, nr. 35/1986.
Með þessari breytingu var gefinn frestur til nœstu áramóta til að byggja haughús við þau
fjós sem ekki höfðu enn uppfyllt skilyrði mjólkurreglugerðarinnar frá 1986. Við setningu
hennar varákvœði til bráðabirgða sem kvað á um að fyrirl. janúar 1990skyldi vera lokað
haughús við hvert fjós.
Þetta ákvæði var nýmæli á sínum
tíma og sett í samræmi við það
markmið mjólkurreglugerðarinn-
ar að mjólkurframleiðsla á bónda-
bæjum væri matvælaframleiðsla.
Því ættu sömu reglur að gilda, eftir
því sem við væri komið. Þetta sjón-
armið var á sínum tíma stutt af
Stéttarsambandi bænda.
Þrátt fyrir að margir bændur
hefðu komið sínum málum í lag
varðandi þetta atriði fyrir tíma, þá
munu vera fjölmargir sem ekki
höfðu gert ráðstafanir til úrbóta.
Meðal annars fyrir forgögnu
Landssambanda kúabænda var síð-
an ákveðið að lengja frestinn um
eitt ár enn.
Er það vel að slík hagsmunasam-
tök láti til sín taka í máli sem þessu
og er einnig búist við því að hálfu
löggjafans og eftirlitsaðila að
Landssamband kúabænda hafi for-
göngu um að sj á til þess að allir sem
þurfa, nýti sér nú þennan frest á
þessu ári.
Ekki er að búast við öðru en að
ákveðið verði gengið eftir því að
ákvæði þessi um haughús verði alls
staðar uppfyllt.
Það verður að teljast öllum
mjólkurframleiðendum til hags-
bóta, að aðstaða öll til mjólkur-
framleiðslunnar sé alls staðar eins
og best verður á kosið og að það
traust, sem neytendur hafa á þess-
um vörum, verði ekki brotið niður.
Skemmst er að minnast nýlegra
æsifregna um að 30% mjólkur telj-
ist óhæf til neyslu. Var þetta byggt
á rangtúlkun talna um hærri
frumutölu hérlendis en algengt er
erlendis.
Því tel ég mikilvægt að hvar-
vetna sé aðstaða til mjólkurfram-
leiðslu til fyrirmyndar til að gefa
ekki slíkum æsifréttablöðum
ástæðu til að valda tjóni með skrif-
um sínum eða ýta undir áróður um
innflutning landbúnaðarvara.
Að lokum skal bent á, að í
mjólkurreglugerðinni er ákvæði
um að viðkomandi heilbrigðis-
nefnd geti veitt undanþágur frá
einstökum ákvæðum þessarar
reglugerðar að fengnu samþykki
E.t.v. er ekki rétti tíminn að
birta áramótahugleiðingar þegar
skammt Iifir af vetri. Hér á eftir
fylgir þó vísa eftir Jakob Jónsson á
Hollustuverndar ríkisins og yfir-
dýralæknis/héraðsdýralæknis, eftir
því sem við á.
Telji mjólkurframleiðandi nauð-
synlegt fyrir sig að sækja um und-
anþágu frá ákvæðum um haughús-
byggingu, t.d. vegna þess að stutt
sé þar til hann bregði búi eða þá að
lengri tíma þurfi til að ganga frá
fjármögnun og teikningum, þarf
hann að hafa samband við sína
heilbrigðisnefnd/héraðsdýralækni,
sem fyrst og óska eftir undanþágu.
Líktlegt má teljast að slík undan-
þága verði því aðeins veitt, að góð
rök séu fyrir hendi og talið sé að
mjólkurframleiðsla geti tekist með
viðunandi hætti, þrátt fyrir að
byggingu lokaðs haughúss dragist
eitthvað.
Varmalæk {Borgarfirði, sem helst
má flokka undir slíkar hugleiðing-
ar:
Oft man ég helst er heilsar árið nýja,
er horfi ég bæði f'ram og ögn til baka,
svo marga synd sem mér láðist að drýgja
og marga sem ég þyrfti að endurtaka.
Hugleiðingar um áramót
258 Freyr
7,APRlL 1990