Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 22
Meðan núverandi skipun mála
helzt, sjái búnaðarsamböndin um,
að tilskilin vottorð komi fram.
GREINARGERÐ
Pað hefur verið vitað um undan-
farin ár og áratugi að í ýmsum
fjárskiptahólfum er sauðfé laust við
lús og kláða. Bœndur á þessum
svœðum hafa unaðþvíiila að þurfa
að baða og jafnvel að þurfa aðfœra
sönnur á að svœðið vœri hreint en
það er skilyrði fyrir undanþágu.
Allvíða hefurþó undanþága fengist
frá böðun við síðustu böðunarum-
ferðir og fyrirhöfn og kostnað verið
létt af. Yfirdýralœknir hefur þessi
mál nú til athugunar. Búnaðarþing
telur að vandlega beri að skoða
hvort betur þjóni tilgangi laganna,
að sönnunarbyrði í málinu liggi á
bcendum, eins og nú er, eða heil-
brigðisyfirvöldum, eins og verða
mundi með þeirri tilhögun sem
nefnd er í erindi Búnaðarsambands
Suður-Pingeyinga.
Frumvarp til laga um innflutning
dýra. Lagt fyrir Alþingi á 112. lög-
gjafarþingi
ÁLYKTUN
Búnaðarþing leggur til að frum-
varpið verði lögfest eins og það
liggur nú fyrir.
GREINARGERÐ
Efnislega er frumvarpið lítið
breytt frá frumvarpsdrögum, sem
lögð vorufyrir Búnaðarþing 1989.
Efni 5. gr. er nýtt, en þar kveður
á um að leita skuli umsagnar Nátt-
úruverndarráðs, ef flytja á inn
dýrategundir sem ekki eru fyrir í
landinu.
Efni er varða kynbœtur og um-
sagnaraðila þar um, hefur verið
samrœmt nýjum búfjárrœktarlög-
um.
Drög að frumvarpi til laga um
flokkun og mat á gærum og ull (mál
nr. 32 frá landbúnaðarráðuneyti)
og erindi búnaðarþingsfulltrúa af
Suðurlandi vegna ullarmats og ull-
armóttöku (mál nr. 24)
ÁLYKTUN
Búnaðarþing telur, að við setn-
ingu nýrra laga og reglugerðar um
ullarmat beri að leggja þunga
áherslu á:
1. Að ullin sé metin sem allra fyrst
eftir afhendingu.
2. Að tryggja sem best samræmi í
ullarmati, hvar og hvenær sem
það fer fram.
3. Að ullarmat fari fram heima í
héraði, og innleggjendum gefist
kostur á að fylgjast með því.
Fyrirliggjandi drög að lögum um
gæru- og ullarmat eru ekki fullunn-
in og um sumt of óljóst orðuð.
Búnaðarþing dregur í efa, að
það sé til bóta að koma á þriggja
manna yfirmatsnefnd. Hins vegar
ber að athuga þann kost að sam-
eina yfirumsjón með gæru- og ull-
armati á eina hönd, og jafnframt
að fela nýjum eftirlitsmanni með
ullarmati einnig að samræma og
fylgjast með gærumati.
GREINARAGERÐ OG
ATHUGASEMDIR
Mikil óánœgja og tortryggni ríkir
meðal bœnda varðandi fram-
kvœmd ullarmatsins. Án þess að
matsreglum liafi verið formlega
breytt, hefur matið verið hert nú
allra síðustu ár, jafnvel svo, að
menn fá nú síst betri flokkun á
haustull en áðurá vetrarklipptri ull.
Ullarkaupandi og ullarmatsfor-
maður svarar því til, að strangara
sé metið eftir reglunum en áður var,
enda sé það nauðsynlegt, og flokk-
unin hafi alls ekki verið í samrœmi
við þarfir iðnaðarins.
Fullyrða má að nokkurs ósam-
ræmis gœtir í mati eftir því hver
metur og hvar.
Svarið við þessu er að þjálfa
matsmenn betur, tryggja þeim
staðlaða aðstöðu og veita þeim að-
hald með tíðu eftirliti. Að þessu er
stefnt með tilkomu eftirlitsmanns
með ullarmati.
Pá hafa margir bœndur rök-
studdan grun um, að oft hafi ull
skemmst í geymslu hjá kaupanda
fyrir mat. Slíkt er með öllu ólíð-
andi, og verður að tryggja, að ullin
sé metin strax eftir móttöku. Pví
verður tœpast annað, nema ullar-
mat fari fram hjá umboðsmönnum
úti um land. Pað gefur jafnframt
bœndum kost á að fylgjast með
matinu, sem er frœðandi fyrirþá og
á að draga úr tortryggni milli þess-
ara aðila. Reynsla af ullarmati
heima á bœjum er hins vegar slík,
að ekki verður með mœlt.
Athugasemdir við einstakar grein-
ar
1. gr.
Ekki er nægilega ljóst hvort um
er að ræða flokkun eða gæðamat á
gærum, og hvort til þarf löggiltan
matsmann eða ekki.
2. gr.
Hér er gærumatsmönnum feng-
ið of mikið og skilyrðislaust vald.
Sláturleyfishafar hljóta að vega og
meta mismunandi fláningsaðferðir
með tilliti til fleiri þátta en gæru-
gæða.
6. gr.
IJað hlýtur að koma til álita að
sameina yfirmat á gærum og ull á
eina hönd. Með því má spara fé og
störfin eru skyld. Hætt er við, að
nefndaskipan sú sem lögð er til geri
starfið þunglamalegt og dragi úr
frumkvæði. Úrskurður nefndar
um hreint faglegt efni, svo sem rétt
eða rangt mat á ull. er vafasamur.
Skynsamlegra er að skipa einn
matsformann, sem beri ábyrgð og
sé ætlað allt frumkvæði, en honum
til halds og trausts séu tveir nefnd-
armenn á hvoru sviði. Þá virðist
sjálfsagt, að eftirlitsmaður með ull-
armati sé þannig valinn að hann
geti jafnframt fylgst með í slátur-
húsum og sinnt samræmingu í
gærumati.
Búfé á vegsvæðum. Nefndarálit
ÁLYKTUN
1. Búnaðarþing fagnar þeirri
úttekt sem landbúnaðarráðherra
hefur látið gera um búfé á veg-
svæðum.
262 Freyr
7, APRÍL 1990