Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 23
Þeir fylgdust með umrœðum í Búnaðarþingi: Gunnlaugur A. Júlíusson,
búnaðarhagfrœðingur, Þorkell Bjarnason, ráðunautur, Gunnar Árnason,
fyrrum skrifstofustjóri B.Í., Óttar Geirsson, ráðunautur og Árni Snœbjörns-
son, ráðunautur. (Ljósm. J.J.D.)
2. Búnaðarþing leggst gegn þeirri
tillögu meirihluta nefndar, sem
fjallaði um búféávegsvæðum, þess
efnis að lögfesta að eigendum
nautgripa og hrossa um land allt sé
skylt að hafa þá gripi sína í vörslu
allt árið. Þingið telur þau mál betur
komin í höndum sveitarstjórna,
sem nú þegar hafa víðtækar heim-
ildir til að takmarka lausagöngu
búfjár, m.a. vegnaumferðarörygg-
is. Þær heimildir eru enn rýmkaðar
í framkomnum drögum að frum-
varpi um búfjárhald.
Þá ber þess að gæta að vörslu-
skylda getur hindrað svo nýtingu á
beitilöndum einstakra jarða, sem
skipt er sundur með vegagerð, að
jafna megi við eignaupptöku. I al-
varlegum tilvikum af þessu tagi
telur þingið bótarétt landeiganda
ótvíræðan.
3. Búnaðarþing hvetur bændur og
aðra búfjáreigendur til að halda
gripum sínum frá þjóðvegunr eftir
því sem aðstæður leyfa en minnir á
þá röskun sem þjóðvegir valda á
nýtingu beitilanda. Verði bændum
lagðar frekari skyldur á herðar,
sbr. framkomna tillögu í nefndará-
Iitinu þess efnis að stórgripir verði
hafðir í vörslu allt árið, telur þingið
nauðsynlegt að Vegagerð ríkisins
verði gert skylt að girða samfelldar
girðingar til að hindra frjálsa för
gripa á þjóðvegi. Því er beint til
landbúnaðarráðherra að ákvæði 9.
gr. girðingarlaga nr. 10/1965 verði
rýmkuð þannig að þau taki til allra
beitilanda og í stað hefðbundinna
vegagirðinga verði heimilt að girða
sérstök beitarhólf þar sem henta
þykir. Þá verði Vegagerð ríkisins
gert skylt að sjá um viðhald þeirra
girðinga sem hún setur upp.
4. Búnaðarþing mælir gegn þeirri
breytingu á 89. gr. umferðarlaga
nr. 50/1987 sem meirihluti nefnd-
arinnar lagði til, enda ekki for-
sendur til slíks. Nú þegar eru heim-
ildir í umferðarlögum til bótaskipt-
ingar, svo sem fram kemur í áliti
minnihluta nefndarinnar. Enn-
fremur skortir gripheldar vega-
girðingar víðast um land og óvissa
er um tryggingar gegn tjóni sem
búfé kann að valda í umferðinni.
5. Búnaðarþing leggur áherslu á
aukið samstarf bænda og sveitarfé-
laga við Vegagerð ríkisins og sýslu-
mannsembætti um hvers konar að-
gerðir til að draga úr slysum á
þjóðvegum þar sem búfé á í hlut,
samfara aukinni umferð og öku-
hraða. Þá eru ökumenn hvattir til
að sýna fyllstu aðgæslu er þeir aka
um sveitir landsins.
GREINARGERÐ
Umrœður um lausagöngu og
vörsluskyldu búfjár virðast að
miklu leyti sprottnar afumferð þess
á vegsvæðum, þ.e. í vegköntum og
á vegunum sjálfum. Með vaxandi
umferð og hraðari akstri eykst
slysahœtta og það er vissulega allra
hagur, ekki síst bœnda og annarra
búfjáreigenda, að búfé sé haldiðfrá
þjóðvegum. Ljóst er að vegirnir
raska hefðbundinni nýtingu
beitilanda og skapa slysahœttu.
Astand þessara mála er ekki viðun-
andi. í umfjöllun um búfé á veg-
svæðum gœtir oft skorts á skilningi
og þekkingu, en ofangreint nefnd-
arálit stuðlar að málefnalegri um-
rœðu og þar er bent á ýmis atriði
sem þarf að huga að eða endur-
skoða, m.a. þau er varðar girðing-
ar með þjóðvegum. Auknar kröfur
samfélagsins um að bœndur haldi
fénaði frá vegunum hljóta að kalla
á breytingar á girðingarlögum og
auknar opinberar fjárveitingar til
girðinga með vegum. Ástæða er til
að ítreka það álit Búnaðarþings
1989 að ákveða megi mismunandi
ríka ábyrgð Vegagerðar ríkisins á
því að loka vegum fyrir búfé, eftir
umferðarþunga. Það verðuraðtelj-
ast eðlileg og réttmœt krafa, að
Vegagerð ríkisins beri alla skyldu
til að halda búfé af fjölförnustu
vegum, enda not landeigenda af
þeim hlutfallslega minnst en al-
mannanot mest. Sú skylda nái bæði
til uppsetningar og viðhalds girð-
inganna. Aftur á móti gœtu annars
staðar, þ.e. við fáfarnari vegi, gilt
svipaðar reglur og nú, ásamt merk-
ingarskyldu þar sem búfé er við
ógirta vegi, svo sem á heiðum uppi.
Einnig þarf að huga vandlega að
ábyrgðartryggingum fyrir búfé og
kostnaði við þœr sem leggst á við-
komandi búgreinar. Hvað einstak-
ar búfjártegundir varðar er eðlilegt
að gera greinarmun á stórgripum
og sauðfé, þvíað augljóslega koma
stórgripir oftast við sögu í alvarleg-
7. APRlL 1990
Freyr 263