Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 52
Á fundi stjórnar Stéttarsambands bœnda 21. mars sl. gerðist m.a. þetta:
(Jndirbúningurnýs
búvörusamnings.
Formaður greindi frá gangi
málsins, m.a. frá hugmyndum sem
formaðurstjórnar Framleiðnisjóðs
hefur lagt fram í stjórn sjóðsins um
að Framleiðnisjóður hefji á ný
uppkaup á fullvirðisrétti. Er sú að-
gerð hugsuð sem liður í aðlögun að
nýjum búvörusamningi. Eftirfar-
andi ályktun var samþykkt um
málið:
„Stjórn Stéttarsambands bænda
tekur undir framkomnar hug-
myndir um að lagt verði fram fé til
að greiða fyrir hagræðingu í bú-
vöruframleiðslunni sem í aðalat-
riðum sé svæðisbundin.
Stjórnin telur þó að ekki sé rétt
að leggja áherslu á verðmæti full-
virðisréttarins sem slíks. Því verði
sá möguleiki athugaður, a.m.k.
samhliða greiðslum fyrir fullvirðis-
rétt, að greiða að stórum hluta
bætur fyrir þau verðmæti í bygg-
ingum og ræktun sem nýtast ekki
eftir að búvöruframleiðslu er hætt.
Greiðslur séu fyrst og fremst
bundnar við jarðir þar sem sam-
kvæmt niðurstöðum úr búrekstrar-
könnunum má ætla að búrekstur
leggist fljótlega af vegna takmark-
aðs framleiðsiuréttar, lélegra
bygginga og/eða ræktunar. Þá
verði um leið tekið mið af landnýt-
ingu og markaðsaðstæðum."
Nefnd til að endurskoða gjaldskrá
dýralækna.
Lagt fram bréf landbúnaðarráðu-
neytisins dags. 2. mars sl. þar sem
óskað er eftir því að Stéttarsam-
bandið tilnefni mann í nefnd til
þess að endurskoða gjaldskrá
dýralækna. Samþykkt var að til-
nefna Guðmund Jónsson á Reykj-
um í nefndina.
Endurskoðun á kjarasamningi
Stéttarsambands bænda og
292 FREYR
Verkamannasambands Islands
vegna lausráðinna starfsmanna í
landbúnaði.
Formaður og framkvæmdastjóri
greindu frá viðræðum við Verka-
mannasamband Islands um endur-
skoðun á þeim kjarasamningi sem
gilti árið 1989 um launakjör laus-
ráðinna starfsmanna á bændabýl-
um.
Fyrir lágu tillögur Verkamanna-
sambandsins um hækkun á þeim
töxtum sem gilt hafa frá 1. maí
1989. Hækkunin er 8,28% á grunn-
launum og er það í samræmi við þá
launaþróun sem verið hefur á þess-
um tíma. Gert er ráð fyrir að
frádráttur vegna fæðis, húsnæðis
og þjónustu hækki um 14%. Þá var
frá því greint að Verkamannasam-
band íslands hafi óskað eftir því að
Stéttarsamband bænda viður-
kenndi að hinir almennu kjara-
samningar Verkamannasam-
bandsins verði grundvallarsamn-
ingur við störf í landbúnaðinum.
Bent var á að slíkt myndi kalla á
sérsamninga vegna sérstöðu land-
búnaðarins og þarfa í einstökum
búgreinum.
Þá var frá því greint að nú, þegar
formlegur kjarasamningur hefur
verið gerður um kjör lausráðinna
starfsmanna í landbúnaðinum, ætti
ekkert að vera því til fyrirstöðu
að umræddir starfsmenn öðlist rétt
til atvinnuleysisbóta enda leggi
skattstjórar á atvinnuleysistrygg-
ingagjald vegna launa þeirra.
Fram kom að nauðsynlegt væri
að kynna þessi mál vel meðal
bænda og leiðbeina um hvernig
haga beri uppgjöri launa í þessu
sambandi.
Formanni og framkvæmdastjóra
var síðan veitt umboð til þess að
ganga frá endurskoðuðum kjara-
samningi við Verkamannasam-
band íslands á þeim grundvelli sem
kynntur var.
Gunnlaugur Júlíusson í leyfi.
Lagt fram bréf frá Gunnlaugi Júl-
íussyni hagfræðingi þar sem hann
óskar eftir leyfi frá störfum til 1 júlí
1991 frá 1. mars 1991 að telja.
Gunnlaugur mun á þessu tímabili
gegna störfum í landbúnaðarráðu-
neytinu.
Samþykkt að veita Gunnlaugi
umbeðið leyfi frá störfum.
Skilagjaldá rúllubaggaplasti.
Lagt fram bréf frá 13 bændum sem
staddir voru á námskeiði í verkun
votheys á Hvanneyri þar sem skor-
að er á stjórn Stéttarsambands
bænda að beita sér fyrir því að
komið verði á einhvers konar regl-
um, t.d. skilagjaldi á plastfilmur
utan af rúlluböggum þannig að
komist verði hjá umhverfisspjöll-
um. Afgreiðslu frestað til næsta
fundar.
Fyrirspurn til Hagstofununar
Háskóla Islands.
Lagt var fram bréf framkvæmda-
stjóra Stéttarsambands bænda til
formanns stjórnar Hagstofnunar
Háskóla íslands þar sem spurst er
fyrir um það hvort nýleg umfjöllun
starfsmanns Hagstofnunarinnar
um landbúnaðarmál sé í samræmi
við starfsreglur hennar.
Er þar átt við viðtöl og greina-
skrif Guðmundar Ólafssonar hag-
fræðings.
Leiðrétting á
myndatexta í 5. tbl.
í texta með mynd í 5. tbl. Freys
þ.á. af bændum í heimsókn hjá
RÚV, var rangt farið með eitt nafn
þeirra sem á myndinni eru. Þar
sem stendur Steinunn Sigurðar-
dóttir á að vera Svava Gunnars-
dóttir. — Blaðið biður hlutaðeig-
andi velvirðingar á þessu mis-
hermi.
7. APRlL 1990