Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 9

Freyr - 01.04.1990, Blaðsíða 9
Búnaðarþing 1990 afgreiddi 34 ályktanir. Meðal helstu mála sem fjallað var um á þessu þingi má nefna félagsmál eða skipulagsmál landbúnaðarins, en þau mál eru enn mjög í deiglunni. Bókhaldsmál bænda voru mikið rædd. Einnig endurskoðun Iaga um sjóðagjöld landbúnaðarins og þar með fjárhagsmál búnaðar- sambandanna og Búnaðarfélag Islands. Út úr þeirri skoðun er enn ekki komin nein ákveðin niðurstaða. Tillaga um að fjölga stjórnarmönnum Búnaðarfélags íslands úr 3 í 5 og kjósa þá eftir ákveðinni reglu úr öllum landsfjórðungum var felld. Enn má nefna þingmál sem snertu náttúru- vernd, gróður- og landnýtingarmál og síðast en ekki síst atvinnustöðu sveitakvenna. Rannsókn á hollustu mjólkurvara Osta- og smjörsalan sf. hefur ákveðið að láta rannsaka hugsanlega mengunarþætti í framleiðslu- umhverfi mjólkur og mjólkurafurða hér á landi. Leitað hefur verið til Þorkels Jóhannessonar for- stöðumanns Rannsóknastofu í lyfjafræði við Háskóla íslands um að mæla magn hættulegra þungmálma í mjólkurvörum, svo sem blýs, kvika- silfurs og kadmíums, sem og leifa af klórkolefna- samböndum en í þeim flokki eru m.a. ýmsar tegundir skordýraeiturs. Þá verða kannaðar leifar af Iyfjum í mjólkurafurðum, sem og af þvottaefni og dioxin. Nú þegar fara fram reglubundnar rannsóknir á frumutölu í mjólk og almennar gerlarannsóknir. Tilgangur með þessum rannsóknum er að fá staðfest það orð sem fer af íslenskum mjólkurvör- um um hreinleika og hollustu. Um þessar mundir fara fram víðtækar samningaviðræður viðskipta- bandalaga um aukið frelsi í viðskiptum, þ.á m. um landbúnaðarvörur. Komist það á hvað varðar mjólkurvörur þurfa framleiðendur íslenskra mjólkurvara að geta sýnt fram á gæði framleiðslu sinnar, bæði gagnvart innflutningi hliðstæðra er- lendra vara sem og útflutningi íslenskra mjólkur- vara, en víða fæst verulega hærra verð, 30-40%, fyrir vörur með gæðastimpli. 7. APRÍL 1990 Vaxandi tekjur af ferða- þjónustu landsmanna Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu íslendinga eru hátt í 10 milljarða króna á ári, eða um 10% af öllum gjaldeyristekjum af útfluttri vöru og þjónustu við erlenda menn. Þeir sem vinna við hótel- og veit- ingarekstur eru um 3% af mannafla á vinnumark- aði hér á landi. Evrópuráðið á móti því að bændum fækki Þing Evrópuráðsins hefur beint þeirri ályktun til ríkisstjórna þeirra sem aðild eiga að því að stein- hætta að leggja bændabýli í eyði og land í tröð. Ályktunin er túlkuð sem ótvíræð skilaboð til Evr- ópubandalagsins vegna aðgerða þess við að leggja niður búskap á jörðum. Telur Evrópuráðið að taka verði meira tillit til matarskortsins í Austur-Evr- ópu, til fólksfjölgunar í heiminum, til þess hve eyðimerkur fara stækkandi og jarðvegur eyðist og til umhverfismála - heldur en til umframfram- leiðslu í löndum Evrópubandalagsins. Nýtt frumvarp til dýra- verndunarlaga frá EB Bondebladet segir frá frumvarpi um dýravernd frá Evrópubandalaginu. Verði þær að lögum muni það hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir svína- bændur. I frumvarpinu er m.a. mælt svo fyrir að gyltur fái að ganga lausar í a.m.k. mánuð. Enn- fremur verður að ætla sláturgrísum lágmarksgólf- flöt og þess krafist að þeir fái nauðsynlegan undir- burð á gólfið og sýnist hér ekki fram á mikið farið. Danir hafa reiknað út að verði frumvarpið að lögum muni það kosta þá 19,6 milljarða ísl. kr. og auka framleiðslukostnað um 370 kr. á hvert kg. Freyr 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.