Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1990, Page 36

Freyr - 01.04.1990, Page 36
ÁLYKTUN Búnaðarþing hefur fengið til umsagnar drög að frumvarpi til laga um Búnaðarmálasjóð og framleiðendagjald til Stofnlána- deildarlandbúnaðarins, sem unnin hafa verið af stjórnskipaðri nefnd. Búnaðarsamböndin í landinu og Búnaðarfélag íslands áttu ekki fulltrúa í þessari nefnd, þrátt fyrir óskir þar um, og verður að telja það afar óeðlileg vinnubrögð í máli sem þessu. Búnaðarþing harmar, að í nefndum frumvarpsdrögum er ekki gert ráð fyrir tekjustofni til félagslegrar starfsemi Búnaðarfé- lags íslands, svo sem ályktað hefur verið um á Búnaðarþingi, mál nr. 34 frá 1988. Hins vegar getur Bún- aðarþing eftir atvikum fallist á þær hugmyndir, sem fram koma í fyrir- liggjandi frumvarpsdrögum, með þeim breytingum þó, að hlutur búnaðarsambandanna verði auk- inn, frá því sem þar er gert ráð fyrir, og þau látin greiða sameigin- lega kostnað annars vegar af Bún- aðarþingi og hins vegar af störfum milliþinganefnda Búnaðarþings. Því leggur Búnaðarþing til, að gerðar verði eftirfarandi breyting- ar á 4. grein frumvarpsdraganna: % gr. af flokki B skv. 2. gr. Til búnaðarsambanda verði 0.575 Til Stofnlánadeildar land- búnaðarins verði 0.175 Búnaðarþing felst ekki á, að hægt sé með reglugerð að ákveða gjald skv. f. lið í flokki B í 2. gr. frumvarpsdraganna. Því verði nefndur f. liður í flokki B, settur sem c. liður í flokki A. Þá telur Búnaðarþing, varðandi gjaldtöku skv. C-lið 2. greinar frumvarpsdraganna, að tryggja beri greiðslur til Lífeyrissjóðs bænda. Einnig telur Búnaðarþing, að ekki beri að taka gjald af riðu- bótum, nema til Lífeyrissjóðs bænda. Búnaðarþing álítur nauð- synlegt, að festa beri tekjustofn búnaðarsambandanna, þannig að ákvæði 4. greinar frumvarpsdrag- anna um árlega tilkynningaskyldu vegna gjaldtöku til búnaðarsam- bandanna falli niður. Eftir standi tilkynningaskylda vegna gjaldtöku til búgreinasambanda skv. sömu grein.“ Erindi Fjárhagsnefndar um sam- eining Búnaðarfélags Islands og Framleiðsluráðs landbúnaðarins ÁLYKTUN Búnaðarþing 1990 samþykkir að óska eftir við stjórnir Búnaðarfé- lags íslands og Framleiðsluráðs landbúnaðarins að fram fari við- ræður milli þessara stofnana um möguleika á sameiningu þeirra eða náinni samvinnu. Jarðræktarnefnd: Bjarni Guðráðsson, formaður, Jón Kristinsson, ritari, Egill Jónsson, Einar Þorsteinsson, Jósep Rósinkarsson. Erindi Búnaðarsambands Austur- lands um heftingu landbrots og varnir gegn ágangi straumvatna ÁLYKTUN Búnaðarþing 1990 leggur mikla áherzlu á, að hraðað verði bygg- ingu varnargarða þar sem straum- vötn brjóta land og eyða gróður- lendi. Því skorar Búnaðarþing á land- búnaðarráðherra og fjárveitinga- nefnd Alþingis að hlutast til um að veitt sé aukið fjármagn til þessa brýna verkefnis. GREINARGERÐ A fjárlögum þessa árs eru veittar kr. 24 milljónir til varnargarða og eftir skerðingarákvœði lœkkað í 22 milljónir. Mál þetta barst frá Bún- aðarsambandi Austurlands þar sem lýst er áhyggjum vegna skemmda frá fallvötnum. Er veitt um 4 milljónum til vatnavarna á Austurlandi en kostnaðaráœtlun til að fyrirbyggja skemmdir í þessum landshluta erkr. 48 milljónir. Nú er vitað að þörf er mikilla aðgerða á þessu sviði í öðrum landshlutum. Víðar er varnarstarfmjög brýnt, og seint mun vinnast þetta mjög þýð- ingarmikla starf ef fjárveitingar verða ekki auknar verulegafrá því, sem nú er. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47 16. apríl 1971 um náttúruvernd, lögum nr. 20 30. apríl 1986 um Siglingamálastofn- un ríkisins og ýmsum lögum, er varða yfirstjórn umhverfismála ÁLYKTUN Búnaðarþing skorar á Alþingi að vanda betur undirbúning og val á þeim verkefnum, sem umhverfis- ráðuneyti er ætlað að vinna. Þingið leggur ríka áherzlu á, að atvinnuvegirnir beri ábyrgð á starf- semi sinni gagnvart umhverfinu, undir eftirliti umhverfisráðuneytis eða stofnana, sem lúta stjórn þess. Þar sem þessara grundvallar- sjónarmiða hefur ekki verið gætt og mikill ágreiningur er um málið í þjóðfélaginu, leggur Búnaðarþing eindregið til, að málið verði athug- að nánar og reynt að ná um það sátt. Verði Alþingi ekki við þessari ósk treystir Búnaðarþing því, að eftirfarandi breytingar verði gerð- ar á frumvarpinu: Niður falli orðin „vinna að gróð- urvernd og" í 1. mgr. 1. greinar frumvarpsins og einnig falli niður orðin „verndun og “ í 2. mgr. sömu greinar. Ennfremur falli niður sfð- asta málsgrein 1. greinar „þrátt fyrir ákvæði laga um landgræðslu - o.s.frv. til loka greinarinnar. GREINARGERÐ Við athugun á þessu máli í Búnað- arþingi varð fulltrúum þess Ijóst, að í þessu frumvarpi um tilfœrslur verkefna milli ráðuneyta eru ákvœði, sem munu leiða tilþess, að dómi þingsins, að starfsemi stofn- ana sem að hluta eru fœrðar undir nýja húsbœndur, verður ómarkviss 276 Freyr 7. APRlL 1990

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.