Freyr - 01.04.1990, Qupperneq 17
þróunarstarfs og áætlanagerðar en
nú er. Mjög hefur dregið úr fram-
lögum af fjárlögum til Rala á und-
anförnum árum. Nú er svo komið
að á sl. ári komu aðeins 46% af
fjármagni Landnýtingardeildar af
fjárlögum til stofnunarinnar, 8%
af landgræðsluáætlun og 46% af
styrkfé og fyrir þjónustuverkefni.
Rétt er að það komi fram hér að
vart hefur orðið tilhneigingar til að
skilgreina rannsóknir á þessu sviði,
og öðrum sviðum umhverfismála,
sem of hagnýtar til að hljóta styrki
úr Vísindasjóði, en ekki nægjan-
lega tengda nýsköpun í atvinnulíf-
inu til að falla innan verksviðs
Rannsóknasjóðs Rannsóknaráðs.
Þannig hefur í raun myndast
tómarúm milli þessara tveggja
sjóða sem sjóðstjórnirnar hafa af
góðum vilja, en veikum mætti,
reynt að fylla. Þennan vanda má
leysa með stofnun sérstaks rann-
sóknasjóðs á sviði umhverfismála.
Hér er um mjög brýnt mál að ræða
sem ætti að mínu mati að vera
fyrsta skrefið í uppbyggingu um-
hverfisrannsókna á vegum hins
nýja ráðuneytis.
Umhverfisráðuneyti og yfir-
stjóm gróðurvemdarmála.
Að lokum tel ég rétt að fara
nokkrum orðum um skipulag
framkvæmdastofnana á gróður-
verndarsviðinu og þær spurningar
sem vaknað hafa við undirbúning
að stofnun umhverfisráðuneytis-
ins.
Núverandi skipulag Land-
græðslu ríkisins og Skógræktar rík-
isins hefur um of mótað umræðuna
um gróðurverndarmálin í tengsl-
um við fyrirhugað ráðuneyti. Eðli-
legast virðist í stöðunni að endur-
skipuleggja núverandi stofnanir og
aðlaga þær þörfum tímans. Að-
skilja ber heftingu jarðvegseyðing-
ar og uppgræðslu lands annars veg-
ar og gróðureftirlit og stjórnun
auðlindanýtingarinnar hins vegar.
Hér er um tvö aðskilin viðfangs-
efni að ræða þó að snertifletirnir
séu að sjálfsögðu margir. Gróður-
eftirlit og stjórnun auðlindanýting-
arinnar myndi falla vel að verk-
sviði fyrirhugaðrar umhverfismála-
stofnunar, meðan hefting jarð-
vegseyðingar og uppgræðsla lands
yrði áfram á ábyrgð Landgræðslu
ríkisins og landbúnaðarráðuneyt-
isins. Á sama hátt virðist eðlilegt
að fela umhverfismálastofnuninni
eftirlit með ástandi og nýtingu
skóglendis á íslandi og skipulag
frekari skógræktar í tengslum við
almennt landnýtingarskipulag,
sem einnig er á verksviði hins nýja
ráðuneytis.
Á það hefur verið bent að skipt-
ing núverandi verksviðs Land-
græðslunnar milli tveggja ráðu-
neyta hefði fyrst og fremst í för
með sér útþenslu á „bákninu". í
því sambandi vil ég benda á að
Landgræðsla ríkisins er í dag of
fáliðuð til að sinna til fullnustu því
mikilvæga hlutverki sem henni er
falið samkvæmt lögum. Starfs-
menn Landgræðslunnar hafa í
raun unnið stórvirki miðað við
smæð stofnunarinnar. Það er því
Frh. á bls. 280.
BÆNDUR
Tœkin sem þið getið treyst
"8
ELFA 4 •
GÆÐA TÆKI * i
Valin úrvals merki með áratuga reynslu
ELFA-OSO ELFA-CTC
Hitakútar úr ryðfríu stáli Fjölbrennslukatlar- Olíukatlar -
Góð einangrun - Frábœr ending Rafmagnskatlar. Mjög góð
Stœrðir 30-50-120-200-300 Itr.
hitanýting. Tœknileg ráðgjöf.
4
ELFA-VORTICE
Lottrœstvifturfyrirgripahús.
Einnig fyrirliggjandi viftur fyrir
íbúðarhús - Margar gerðir.
Blomberq Heimilistæki
Eldavélar - ísskápar - Gufu-
gleypar - Þvottavélar - Þurrkar-
arog fleira.
Hagstœtt verð og góðir greiðsluskilmálar.
Leitið upplýsinga.
/// Einar Farestveit & Cohf
Borgartúni 28, sími (91) 622900.
7. APRÍL 1990
Freyr 257