Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1990, Side 40

Freyr - 01.04.1990, Side 40
Umhverfi og landbunaður Landbúnaðarráðherrar Norður- landa beita sér fyrir átaki til að samhæfa landbúnað og umhverfis- mál. Landbúnaðarráðherrar Norður- landa hafa sameinast um að koma á nánu samstarfi við þá aðila sem að umhverfismálum starfa, bæði innan einstakra landa og í norrænu samstarfi. Fyrirhugað er að koma á fót samnorrænum varnaraðgerð- um til að gæta þess að umhverfi verði fyrir sem minnstum spjöllum frá landbúnaði og skógrækt. Aformað er að skoða sérstak- lega notkun lífrænna og ólífrænna áburðarefna til að draga úr meng- un við útskolun á jarðvegi og tak- marka eftir föngum notkun lyfja og eiturefna við garðyrkju og jarð- rækt í varnarskyni gegn sjúkdómum og illgresi. Rík áhersla verður lögð á könnun á áhrifum loftmengunar á skógrækt og skóg- ræktarrannsóknir stórauknar inn- an Norðurlandanna í því sam- bandi. íslenskir fjárhundar Íframhaldiaffréttí4. tbl. Freys, bls. 128, um íslenska fjárhunda- kynið, kom Björn Pálsson á Flögu í Hörgárdal að máli við blaðið og bað um að koma því á framfæri að hann hafi á boðstólum hvolpa af þessu kyni, ættbókafærða hjá Hundaræktarfélagi íslands. Sími hjá Birni er 96-26774. Þá er í þessum viðauka einnig lögð áhersla á aðlögun að gildandi reglum á alþjóðavettvangi. Sam- starf embættismanna um afnám tæknilegra viðskiptahindrana verður stöðugt víðtækara og tekið verður í ríkari mæli tillit til EFTA- samræmingar og þeirra ákvarðana sem teknar munu verða fyrir innri markað EB. Annað þýðingarmikið viðfangs- efni í norrænu samstarfi á sviði landbúnaðar og skógræktar skv. viðaukanum er samstarf um varð- Rannsóknir og ákvarðanataka. Frh. afbls. 257. ljóst að fjölga þarf sérmenntuðu starfsfólki á þessu sviði, hvar svo sem viðfangsefnin verða vistuð í kerfinu. Góðir ráðstefnugestir! Ég hef gert tilraun til að drepa á nokkrar hliðar þess viðfangsefnis sem mér var falið að fjalla um. Að lokum vill ég geta þess að Rann- sóknaráð ríkisins skipaði sl. haust vinnuhóp til að gera tillögur að stefnumótun í rannsóknum á sviði landgræðslu og skógræktar. Bjarni Guðmundsson er formaður hópsins, en ég ritari. Niðurstöður hópsins munu liggja fyrir innan tíðar. Það sem ég hef sagt hér er hins vegar alveg á mína ábyrgð og ber ekki að skoða sem álit hópsins í heild. veislu erfðaefna. Norðurlöndin munu taka sameiginlega afstöðu til alþjóðlegra stofnana sem varð- veita erfðaefni plantna og húsdýra víðsvegar um heiminn. Jafnframt þarf að treysta grunn og starf sam- norræna genbankans til varðveislu erfðabreytileika. Hin nýja endurbætta fram- kvæmdaáætlun var lögð fram til umfjöllunar á þingi Norðurlanda- ráðs í Reykjavík í febrúar 1990. (Fréttatilkynning frá landbúnaðarráðuneytinu). Þjóðhagar í Útkinn. Frh. afbls. 253. arklausturs og Egilsstaða. Flug- skýlið reistu þeir félagar árið 1988. Þeir keyptu flugvélina fyrir rúmum tveimur árum fyrir 1200 þúsund krónur. Eiður telur hana ekki dýra í rekstri. Sigurgeir, elsti bróðirinn, býr eingöngu með sauðfé, rúmar 200 kindur. Hann vinnur ofurlítið utan heimilis, aðallega í vegagerð, þó meir áður fyrr, á jarðýtu sem þeir Árteigsmenn eiga. Hann er bridgespilari og spilar m.a. á bridgekvöldum ungmennafélags- ins í sveitinni. Arngrímur, sá yngsti, er góður íþróttamaður. Hann stundar tals- vert íslenska glímu. Þingeyingar hafa manna best haldið tryggð við þessa gömlu þjóðaríþrótt. - Það er býsna mikil þátttaka í glímunni, segir Arngrímur. Aðal- lega eru það Mývetningar sem stunda hana. Við æfum uppi á Laugum einu sinni til tvisvar í viku. Eftir að hafa notið ríkulegra veitinga Hildar, húsfreyju í Ár- teigi, kveður fréttamaður þessa at- gervisfjölskyldu. Þeir fyrstu sem hann mætti þegar hann kom út á hlað voru sjónvarpsmenn með Magnús Bjarnfreðsson í broddi fylkingar sem voru komnir til að finna Árteigsfólkið. J.J.D. Sumarhús Erum að hefja framleiðslu á sumarhúsum, hentugum fyrir ferðaþjónustu. rlúsin eru hönnuð af Byggingastofnun land- búnaðarins. Tvær stærðir, 37 og 42 fermetrar, stærri gerðin er með svefnlofti. Húsin eru afgreidd á mismunandi byggingarstigi, eftir óskum kaupenda. Ýmsir greiðslu- og lánamöguleikar. Guðmundur Þorgilsson, Sveinn Bjarnason, Sími 96-24896 Sími 96-24926 280 Freyr 7. APRÍL 1990

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.