Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1991, Qupperneq 9

Freyr - 01.08.1991, Qupperneq 9
15.-16.’91 FREYR 573 Ferðaþjónusta er fjölbreytt og lifandi starf Viðtal við Sólveigu Sigurðardóttur ferðaþjónustubónda ó Höfðabrekku í Mýrdal. Sólveig Sigurðardóftir býr á Höfðabrekku í Mýrdal ásamt manni sínum, Jóhannesi Kristjánssyni formanni Landssamtaka sauðfjárbœnda, og þremur sonum þeirra, Kristjáni 7 7 ára, Björgvin 7 3 ára og Ingvari 9 ára. Nýlega var fréttamaður Freys þar á ferð og tók Sólveigu tali og bað hana fyrst að segja á sér deili. Ég er fædd og uppalin í Hafnar- firði. Faðir minn, Sigurður Arnórsson, bjó að Ási í Hafnar- firði og rak þar fjárbú. Við Jóhann- es keyptum þessa jörð, Höfða- brekku, fyrir rúmum 14 árum og lögðum fyrir okkur sauðfjárbú- skap eins og hafði verið hjá fyrri eigenda og reistum ný fjárhús og vélageymslu. Fjárbúið stækkaði og við vorum komin með á 7. hundrað fjár á vetrarfóðrum á tímabili. Fullvirð- isrétturinn var hins vegar verulega minni og ekki tókst að fá leigðan viðbótarrétt þannig að við brugð- um á það ráð að leigja réttinn okkar til þriggja ára en héldum eftir 50 ærgildum. Og þá hafið þið farið úr í ferðaþjónustu? Já, við notuðum leigupeningana til að byggja upp ferðaþjónustu hér á bændum. Hér var fyrir nýlegt íbúð- arhús á einni hæð þegar við fluttum hingað, en fjölskylda okkar fór stækkandi og þá var ákveðið að byggja ofan á það. Við byrjuðum þannig í ferðaþjónustunni með tvö herbergi inni hjá okkur til að fá reynslu af því hvernig væri að vera með ókunnugt fólk inni á sér. Þetta var árið 1988. Sólveig Sigurðardóttir. Þetta vatt svo upp á sig? Já, árið 1989 byggðum við 100 fermetra gistiskála hér við bæinn með fimm tveggja manna her- bergjum og sameiginlegri setu- stofu og eldhúsi fyrir gesti. Það tók ekki nema tvo mánuði frá því að byrjað var að reisa þar til fyrstu gestirnir sváfu í húsinu. Svo aftur á þessu ári, nánar til- tekið 12. janúar, þá grófum við fyrir 250 fermetra húsi og fyrstu gestirnir sváfu í því 1. júní. Það tekur 24, það er með 12 tveggja- mannaherbergjum og með sér- snyrtingu fyrir hvert herbergi ásamt sturtu. Þarna hafið þið byggt mikið upp á stuttum tíma. Hefur þetta ekki verið erf itt fjárhagslega? Jú, auðvitað er það þungt en kannski mest vinnuálagið. Við unnum nánast 17-18 tíma á sólar- hringi þennan tíma meðan húsið var í byggingu. Ég hef unnið þar við nánast hvað sem er; setja í glugga, verið í múrverki o.s.frv. Hver er svo reynsla þín af samskiptum við ferðamenn? Hún er mjög góð. Ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði ekki kunnað við það. Ég held að það sé ekki hægt að hugsa sér líflegri og skemmtilegri vinnu en að vera alltaf að hitta nýtt fólk og fræðast af því og greiða götu þess. Það er mikið um það að maður vísi því áfram til næsta áfangastaðar og panti þar gistingu fyrir það. Hvaðeraðalannatíminná hverju ári langur? í júlí og ágúst er full nýting og í júní og september er reytingur. Við höfum svo opið allt árið og þannig hefur náðst inn rekstrarkostnaður,

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.